Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Hækkuð verðlaun í Haustmótinu

Í ljósi veglegs styrks tölvuverslunarinnar, Tölvuteks, Borgartúni 31, hafa verðlaun fyrir sigurvegara a-flokks í komandi Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur verið hækkuð úr kr. 50.000 í kr. 100.000.  Önnur verðlaun í mótinu haldast óbreytt. Mótið hefst sunnudaginn 20. september kl. 14 og nú þegar eru á þriðja tug keppenda skráðir. Heimasíða Tölvuteks Heimasíða Haustmótsins

Lesa meira »

Daði í 62.-73. sæti á EM ungmenna

Daði Ómarsson (2091) hafnaði í 62.-73. sæti á Evrópumóti ungmenna sem fór fram í Fermo á Ítalíu 30. ágúst – 10. september.  Daði keppti í flokki drengja 18 ára og yngri og hlaut 4 vinninga úr 9 skákum.  Árangur Daða samsvarar 2150 skákstigum og græðir hann 9 skákstig. Sex önnur íslensk ungmenni tóku þátt í mótinu ásamt Daða og var ...

Lesa meira »

Skákæfingar T.R. fyrir 12 ára og yngri hefjast 12. september

Skákæfingar (skákkennsla og skákmót) fyrir stelpur og stráka 12 ára og yngri hefjast hjá Taflfélagi Reykjavíkur laugardaginn 12. september kl. 14 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Laugardagsæfingarnar verða í allan vetur frá kl. 14-16. Þátttaka er ókeypis. Myndin er tekin á lokaæfingu T.R. veturinn 2008-2009 og sýnir verðlaunahafa vetrarins.

Lesa meira »

Kristján Örn stóð sig best TR-inga í áskorendaflokki

Kristján Örn Elíasson (1982) hlaut 5,5 vinning og hafnaði í 9.-12. sæti í nýafstöðnum áskorendaflokki Skákþings Íslands og varð efstur meðlima Taflfélags Reykjavíkur sem tóku þátt. Tíu TR-ingar tóku þátt og var árangur þeirra eftirfarandi: Kristján Örn Elíasson (1982), 5,5 v, 9.-12. sæti, rp 1909, +5 stig Eiríkur K. Björnsson (2034), 5 v, 13.-21. sæti, rp 1955, -9 stig Þorsteinn ...

Lesa meira »

Annar sigur Guðmundar í röð

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2413), sigraði Fide meistarann, Davíð Ólafsson  (2327), í áttundu umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands sem fram fór í dag.  Guðmundur hafði svart og fékk nokkuð góða stöðu út úr byrjuninni.  Í 27. leik fórnaði Davíð riddara fyrir kóngssókn sem aldrei náði flugi og gafst Davíð upp eftir 45 leiki. Guðmundur er í 7.-8. sæti með 3,5 vinning ...

Lesa meira »

Hannes Hlífar hættur í T.R.

Stórmeistarinn, Hannes Hlífar Stefánsson, gekk á dögunum til liðs við Taflfélagið Helli úr Taflfélagi Reykjavíkur.  Hannes er stigahæsti skákmaður Íslands og ljóst er að það er mikill missir af honum úr T.R. Stjórn T.R. þakkar Hannesi fyrir veru sína í félaginu og óskar honum góðs gengis á nýjum vetvangi og hlakkar jafnframt til endurkomu hans í félagið síðar meir.

Lesa meira »

Guðmundur vann í 7. umferð

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2413), sigraði Fide meistarann, Ingvar Þór Jóhannesson (2323), í sjöundu umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands sem fram fór í dag.  Guðmundur hafði hvítt í fjörugri skák þar sem slavnesk vörn var tefld.  Fljótlega í miðtaflinu opnaðist staðan upp á gátt og Ingvar blés til sóknar á kóngsvæng en fór of geyst og Guðmundur náði að ráðast á ...

Lesa meira »

Jafntefli hjá Guðmundi í maraþon skák

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2413), gerði jafntefli við nafna sinn Gíslason (2348), í skák sem lauk ekki fyrr en eftir 134 leiki. Staða Guðmundar K. var orðin nokkuð erfið í miðtaflinu og fór svo að hann fórnaði skiptamun til að koma í veg fyrir að Guðmundur G., sem hafði hvít, gæti bætt stöðu sína enn frekar.  Við það lagaðist staða ...

Lesa meira »

Hjörvar öruggur sigurvegari áskorendaflokks

Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) sigraði af miklu öryggi í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem lauk í dag.  Hjörvar hlaut 8 vinninga í níu umferðum og leyfði aðeins tvö jafntefli en næstu menn voru 1,5 vinningi á eftir honum.  Í síðustu umferðinni sigraði hann norðlendinginn, Stefán Bergsson (2070), í snarpri skák þar sem Stefán tefldi hið hvassa Sozin afbrigði gegn Sikileyjarvörn Hjörvars.  ...

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í 5. umferð

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2413), tapaði fyrir stórmeistaranum, Þresti Þórhallssyni (2433), í fimmtu umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands sem fram fór í dag.  Guðmundi hefur ekki gengið vel og er sem stendur í 10.-12. sæti með 1 vinning. Stórmeistarinn, Henrik Danielsen er efstur með 4 vinninga. Sjötta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 13 en þá mætir Guðmundur Bolvíkingnum, ...

Lesa meira »

KÖE efstur T.R. manna fyrir lokaumferð áskorendaflokks

Kristján Örn Elíasson (1982) stefnir hraðbyri að 2000 stiga múrnum en hann sigraði barnalækninn geðþekka, Ólaf Gísla Jónsson (1899), í áttundu og næstsíðustu umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands sem fram fór í kvöld.  Af tíu þátttakendum frá Taflfélagi Reykjavíkur er hann efstur með 5,5 vinning í 5.-9. sæti. Það kemur ekki á óvart að Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) er efstur fyrir ...

Lesa meira »

Sigurður Páll snýr aftur í T.R.

Sigurður Páll Steindórsson (2216) hefur snúið til baka í Taflfélag Reykjavíkur en hann hefur að undanförnu alið manninn í skákdeild KR.  Stjórn T.R. fagnar endurkomu Sigurðar Páls, sem var lengi búinn að vera TR-ingur áður en hann flutti sig um set.  Endurkoma hans mun styrkja félagið mikið í komandi baráttu um Íslandsmeistaratitil Skákfélaga. Einnig er hinn aldni höfðingi og þúsundþjalasmiður, ...

Lesa meira »

Guðmundur gerði jafntefli í 4. umferð landsliðsflokks

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2413), gerði jafntefli við Bolvíkinginn, Magnús P. Örnólfsson (2214), í fjórðu umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands sem fram fór í gær en teflt er í Bolungarvík. Guðmundur stýrði svörtu mönnunum og var ítalski leikurinn tefldur.  Guðmundur átti nokkuð í vök að verjast mest alla skákina og í raun var hann stálheppinn að tapa ekki því í endataflinu ...

Lesa meira »

Sævar, Hjörvar og Jorge efstir í áskorendaflokki

Alþjóðlegi meistarinn, Sævar Bjarnason (2171), Hjörvar Steinn Grétarsson (2320) og Jorge Fonseca (2009) eru efstir og jafnir með 5 vinninga að lokinni sjöttu umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands sem lauk rétt í þessu.  Hjörvar sigraði TR-inginn, Eirík K. Björnsson (2034), Sævar lagði hinn mjög svo hárfagra TR-ing, Kristján Örn Elíasson (1982) og Jorge vann Akurnesinginn, Magnús Magnússon (2055). Af öðrum úrslitum ...

Lesa meira »

Guðmundur með 0,5 af 3 í landsliðsflokki

Þriðju umferð landsliðsflokks Skákþings Íslands var rétt í þessu að ljúka.  Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), gerði jafntefli við Fide meistarann, Sigurbjörn Björnsson (2287), en í annari umferð tapaði Guðmundur fyrir alþjóðlega meistaranum, Jóni Viktori Gunnarssyni (2462), eftir að hafa leikið af sér heilum hrók. Guðmundur er í 10.-11. sæti með 0,5 vinning en stórmeistarinn, Henrik Danielsen (2473), er efstur ...

Lesa meira »

Daði gerði jafntefli í 4. umferð EM ungmenna

Daði Ómarsson (2091) heldur áfram að ná góðum árangri gegn sér stigahærri andstæðingum því í fjórðu umferð á EM ungmenna sem fram fór í dag gerði hann jafntefli við þýska skákmanninn, Felix Graf (2240).  Daði hefur nú 2 vinninga en í fimmtu umferð, sem hefst á morgun kl. 13, hefur hann hvítt gegn Ítalanum, Alberto Pomaro (2284). Eftir fjórar umferðir ...

Lesa meira »

Sigur hjá Daða í 3. umferð EM ungmenna

Daði Ómarsson (2091) sigraði Ítalann, Giacchetti Lorenzo (1818), í þriðju umferðEM ungmenna sem fram fór í dag.  Daði, sem teflir í flokki drengja 18 ára og yngri, hefur 1,5 vinning.  Í fjórðu umferð sem fer fram á morgun kl. 13 mætir Daði þýska skákmanninum, Felix Graf (2240). Heimasíða mótsins Chess-Results

Lesa meira »

Fjórir skákmenn efstir í áskorendaflokki

Hjörvar Steinn Grétarsson (2320), Magnús Magnússon (2055), AM Sævar Bjarnason (2171) og Þorvarður F. Ólafsson (2211) eru efstir og jafnir með 3,5 vinning að lokinni fjórðu umferð í áskorendaflokki Skákþings Íslands sem fram fór í gær.  Hjörvar og Sævar gerðu jafntefli sem og Fide meistarinn, Þorsteinn Þorsteinsson (2286), og Magnús.  Þorvarður sigraði hinsvegar Hellismanninn unga, Helga Brynjarsson (1969). Fimmta umferð ...

Lesa meira »

Guðmundur tapaði í fyrstu umferð landsliðsflokks

Landsliðsflokkur Skákþings Íslands hófst í gær í Bolungarvík.  Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson (2356), tapaði nokkuð óvænt fyrir Fide meistaranum, Róberti Lagerman (2351).  Guðmundur hafði svart og tefldi sína uppáhaldsbyrjun, Caro-Kann, og var uppskiptaafbrigðið teflt.  Skákin var lengi vel í jafnvægi og þegar stefndi í endatafl virtist Guðmundur jafnvel hafa aðeins betra vegna betri peðastöðu.  Guðmundur tefldi þó lokin ekki nógu ...

Lesa meira »

Daði tapaði í 2. umferð á EM ungmenna

Daði Ómarsson (2091) beið lægri hlut fyrir rúmenska Fide meistaranum, Anton Teodor (2379), í annarri umferð á EM ungmenna sem fram fór í gær.  Daði, sem hefur 1 vinning, mætir Ítalanum, Giacchetti Lorenzo (1818), í þriðju umferð sem fram fer í dag og hefst kl. 13. Sex önnur íslensk ungmenni taka þátt í mótinu ásamt Daða: Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Sigríður ...

Lesa meira »