Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Misiuga vann Hjörvar

Andrzej Misiuga vann Hjörvar Stein Grétarsson í 9. og síðustu umferð Fiskmarkaðsmóts Hellis. Hlaut hann þar með 5 vinninga af níu mögulegum sem er afar góður árangur. Úrslit urðu eftirfarandi: 1 5 IM Bjarnason Saevar 0 – 1 FM Thorfinnsson Bjorn 10 2 6 IM Thorfinnsson Bragi 1 – 0 FM Johannesson Ingvar Thor 4 3 7 IM Sarwat Walaa ...

Lesa meira »

Laugalækjarskóli í 2. sæti

Laugalækjarskóli lenti í 2. sæti í undir 16 ára flokki á Evrópumóti skólasveita, en mótinu lauk í dag.  Í 6. og síðustu umferð mætti sveitin Litháunum og þurfti 4-0 sigur til að lenda í 1. sæti.  Það tókst nú ekki.  Litháarnir náðu snemma sigri og að lokum fór viðureignin 1,5-2,5 þeim í hag.   Ekki liggja fyrir endanleg úrslit úr ...

Lesa meira »

Laugalækjarskóli heldur í vonina

Litháarnir héldu áfram að sýna styrk sinn í 5. umferð hér í Varna.  Þeir unnu nú Hvít-Rússa 3-1 og hefðu vel getað unnið 4-0, þar sem Laurusaite lék sig í mát á 3. borði (en það er í annað sinn sem það gerist).  Laugalækjarskóli hélt í vonina um sigur með sigri á Búlgaríu, sömuleiðis 3-1.  Í síðustu umferð mætast Laugalækjarskóli ...

Lesa meira »

Misiuga vann í dag

Okkar maður á Fiskmarkaðsmóti Hellis, Andrzej Misiuga, vann Spánverjann Fonseca tiltölulega auðveldlega, og mjög glæsilega þar að auki, í 7. umferð, sem tefld var í dag. Hefur hann komið skemmtilega á óvart í mótinu og staðið sig framar vonum, eins og stigabreytingarskrá hans segir til um: 6   Misiuga Andrzej POL 2153 TR 4,0 2323 1,59 15 23,9 Þ.e. 23,9 stig ...

Lesa meira »

4. umferð í Varna – frá liðsstjóra

Sigur vannst í dag á Hvít-Rússum með minnsta mun, 2,5-1,5.  Daði fékk að hvíla, enda hefur hann verið að tefla veikur.  Á sama tíma unnu Litháar Búlgarina með sama mun og eru nú komnir með 2 vinninga forskot í efsta sætinu.  Lengi vel leit nú út fyrir 3,5-0,5 sigur og hefðu mótið þá nánast verið búið.   4. umferð u-16 ...

Lesa meira »

Sigur á Hvít-Rússum

Skáksveit Laugalækjarskóla tefldi við Hvít-Rússa í dag. Daði Ómarsson, sem hefur átt við vanheilsu að stríða þarna úti, hvíldi í dag. Vilhjálmur Pálmason tapaði á 1. borði, Matthías Pétursson vann á 2. borði (og hefur unnið allar skákir sínar í mótinu!), Einar vann á 3. borði og Aron Ellert gerði jafntefli á 4. borði. Semsagt: 2.5 – 1.5 fyrir Ísland. Nánar ...

Lesa meira »

Stigaútreikningur á Fiskmarkaðsmótinu

T.R.-ingurinn Misiuga hefur grætt næst flest stig, það sem af er Fiskmarkaðsmótinu, en aðeins Hjörvar Steinn Grétarsson, hinn ungi og efnilegi skákmaður úr Helli, hefur grætt fleiri stig. Í þriðja sæti er forystusauður mótsins, Bragi Þorfinnsson. Sævar Bjarnason hefur tapað mestu það sem af er. Nánar um stigatöp eða gróða: 1 IM Thorfinnsson Bragi ISL 2384 Hellir 5,0 2507 0,87 10 ...

Lesa meira »

Maraþon hjá Misiuga

Okkar maður á Fiskmarkaðsmótinu, Andrzej Misiuga, gerði í gær jafntefli gegn egypska alþjóðameistaranum Walaa Sarwat í sannkallaðri maraþonskák, en það þurfti um 120 leiki til að sannfæra þá um, að jafntefli væru eðlileg úrslit. Misiuga hefur staðið sig afar vel á mótinu og fær hér baráttukveðjur. Að neðan sjást önnur úrslit og staða:   Úrslit 6. umferðar:   Name Result  ...

Lesa meira »

Barist á Fiskmarkaðsmótinu

Í fimmtu umferð tapaði okkar maður, Andrzej Misiuga, fyrir Braga Þorfinnssyni, efsta manni mótsins. Misiuga má þó vel við una og hefur teflt ágætlega það sem af er móti. Bragi er nú vinningi fyrir ofan næstu menn, eftir að bróðir hans, Björn, lagði Lenku Ptacnikovu að velli. Úrslit 5. umferðar voru eftirfarandi: Bo. No.     Name Result   Name ...

Lesa meira »

Tap gegn Litháen

Skáksveit Laugalækjarskóla tapaði gegn Litháen 1-3 í 3. umferð Evrópumóts grunnskólasveita. Þessar sömu sveitir börðust um sigurinn síðast. Það var Matthías Pétursson sem vann, en hann hefur hreinsað þetta hingað til og heldur því vonandi áfram. G. Pétur Matthíasson, sem tekið hefur meðfylgjandi myndir frá mótinu, segir svo frá umferðinni: Það hefur gengið betur á skákborðunum en í dag. Erkifjendurnir ...

Lesa meira »

Litháísk kennslustund í 3. umferð

Það er óhætt að segja að við höfum verið teknir í kennslustund í 3. umferð hér í Varna.  Í dag mættum við einbeittum Litháum og úrslitin urðu 3-1 þeim í hag.  Um tíma stefndi nú í að það færi 3,5-0,5 eða 4-0, þannig að einmitt þessa stundina geta menn horft á björtu hliðarnar.   3. umferð u-16 ára flokkur:   ...

Lesa meira »

Misiuga vann Sævar!

Andrzej Misiuga, félagi í T.R., sigraði Sævar Bjarnason, alþjóðlegan meistara úr Taflfélagi Vestmannaeyja, í 4. umferð Fiskmarkaðsmóts Hellis, sem fer fram þessa dagana í húsnæði Skákskóla Íslands. Misiuga hefur nú 2.5. vinninga af 4 mögulegum og hefur staðið sig afskaplega vel, og er í efri hluta mótsins.  

Lesa meira »

Misiuga stendur sig vel á Fiskmarkaðsmótinu

  Andrzej Misiuga, félagi í Taflfélagi Reykjavíkur, tekur þátt í Fiskimarkaðsmóti Hellis, sem nú stendur yfir í húsnæði Skákskóla Íslands í Faxafeni 12.  Hefur hann staðið sig vel og hefur einn og hálfan vinning af þremur mögulegum, eftir sigur gegn Ingvar Þ. Jóhannessyni í þriðju umferð. Úrslit í fyrstu þremur umferðunum eru eftirfarandi:   Bo. No.     Name Result ...

Lesa meira »

2. umferð í Varna – frá liðsstjóra

Úrslitin í 2. umferð hafa þegar komið fram hér á TR-síðunni, en mig langaði að bæta við dálitlu frá eigin brjósti:   2. umferð:   Litháen – Hvíta Rússland 2,5-1,5   Búlgaría – Ísland 2,5-1,5 Tihomir Janev – Daði Ómarsson 1-0 Georgi Krumov – Vilhjálmur Pálmason 1-0 Ani Krumova – Matthías Pétursson 0-1 Mishal Georgiev – Einar Sigurðsson 0,5-0,5   ...

Lesa meira »

2. umferð í Varna

Laugalækjarskóli tapaði viðureign sinni í dag, eins og fram kemur á hinni stórskemmtilegu bloggsíðu G. Péturs Matthíassonar. Þar segir: “Hjá Laugalæk var tap á fyrsta og öðru borði en Matti vann og jafn hjá Einari. Litháarnir unnu svo Hvít-Rússana með tveimur og hálfum gegn einum og hálfum. Staðan á mótinu er því sú að Litháen og Búlgaría eru með 4 ...

Lesa meira »

2-2 í fyrstu umferð í Varna

Fyrsta umferð Evrópmóts skólasveita fór fram í Varna í dag.  Skáksveit Laugalækjarskóla teflir í elsta flokki, en í þeim flokki tefla aðeins 4 sveitir.  Þær tefla allar við allar, tvöfalda umferð.   Í fyrstu umferð fengum við sveit Hvíta-Rússlands.  Í fyrra unnum við þau 3-1, en þau voru töluvert sterkari í ár.   1. umferð:   Litháen – Búlgaría 2-2 ...

Lesa meira »

Laugalækjadrengirnir í Varna

Evrópumót grunn- og barnaskólasveita hefst í dag í Varna í Búlgaríu. Sveitir Laugalækjarskóla og Barnaskóla Vestmannaeyja taka þátt þetta skiptið, eins og á síðasta ári. Taflfélagssíðan mun á næstunni fylgjast með framvindu mála þar suðurfrá. Jafnframt skal bent á bloggsíðu G. Péturs Matthíassonar, föður Matthíasar, leikmanns Laugalækjarskóla. Síðan er aldrei að vita nema sýslumaðurinn byrji að blogga aftur!

Lesa meira »

Fiskmarkaðsmót Hellis hefst í dag

Fiskmarkaðsmót Hellis, sem Björn Þorfinnsson hefur verið að skipuleggja síðustu mánuðina, hefst í dag kl. 17:00 í húsnæði Skáksambands Íslands við hliðina á TR-heimilinu.   Þetta mót er haldið með mjög litlum tilkostnaði, en aðeins einn erlendur ríkisborgari af fjórum er búsettur erlendis, hinn egypski Sarwat Walaa, sem er vinur Omars Salama. Omar er búsettur hér á landi, giftur Lenku ...

Lesa meira »

Einar í T.R.

Einar Kristinn Einarsson (2075) er genginn í Taflfélag Reykjavíkur. Einar ólst upp í Taflfélaginu, en tefldi síðast fyrir Taflfélag Vestmannaeyja. T.R. er mjög ánægt með, að hafa fengið Einar Kristin heim aftur og mun hann styrkja félagið í komandi keppnum.  

Lesa meira »

Daði á möguleika á verðlaunum

Sjöunda og næstsíðasta umferð er alveg að klárast og allir strákarnir búnir nema Matti auðvitað.   Daði og Vilhjálmur unnu sínar skákir og Einar gerði jafntefli.  Aron tapaði fyrir Daða og Matti er að tapa fyrir Þjóðverjanum.   Daði á góða möguleika á að fá verðlaun fyrir bestan árangur undir 2000 stigum.  Hann er með 4,5 vinning, og bara spurning ...

Lesa meira »