Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Fimmtudagsmót í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann.Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  ...

Lesa meira »

Ekki mikið um óvænt úrslit í annarri umferð KORNAX mótsins

Önnur umferð KORNAX mótsins 2010 – Skákþings Reykjavíkur fór fram í kvöld.  Viðureignir voru heldur jafnari en í fyrstu umferð eins og tíðkast gjarnan á mótum í dag þar sem teflt er eftir svissneska kerfinu.   Svissneska kerfið virkar þannig að fyrir fyrstu umferð er keppendum skipt upp í tvo styrkleikaflokka.  Keppendum er raðað eftir elo stigum og svo er ...

Lesa meira »

Fimmtudags- og laugardagsæfingar komnar á fullt

Athygli er vakin á því að vetrarstarf félagsins er komið á fullt eftir jólafrí. Öll fimmtudagskvöld klukkan 19.30 eru haldin fimmtudagsmót, sem fyrir löngu eru orðin að hefð hjá félaginu.  Á fyrstu æfingu ársins mættu tæplega 20 keppendur sem er með besta móti.  Tefldar eru skákir með sjö mínútna tímamörkum og er þátttökugjald aðeins kr. 500 fyrir 16 ára og ...

Lesa meira »

Jón Úlfljótsson fremstur á meðal jafningja á fimmtudagsmóti

Hart var barist á fyrsta fimmtudagsmóti ársins í TR sem fram fór fyrir helgi. Þrír urðu efstir og jafnir með 6 vinninga en Jón Úlfljótsson efstur á stigum. Eins og venjulega voru tefldar sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Mótið hefst kl. 19:30 stundvíslega og er yfirleitt lokið um eða upp úr 21:30.   Lokastaðan: 1   Jón Úlfljótsson                               6 ...

Lesa meira »

KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hafið

KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hófst í dag þegar 68 keppendur öttu kappi í fyrstu umferð en það er mesta þátttaka í einhver ár. Mótið er vel skipað í ár með 21 skákmanni sem hafa meira en 2000 elo stig, þar af eru sex með yfir 2300 stig.  Einn stórmeistari tekur þátt, þrír alþjóðlegir meistarar og þrír Fide meistarar. ...

Lesa meira »

KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hefst í dag

KORNAX mótið 2010 – Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 10. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir fara fram á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.   Verðlaun: 1. sæti kr. ...

Lesa meira »

Jón L. Árnason sigraði á Stórmeistaramóti CCP og MP banka

Friðrik Ólafsson yljaði skákunnendum með glæsilegri fórnarskák. Jón L. Árnason bar sigur úr býtum á velheppnupu stórmeistaramóti CCP og MP banka sem haldið var í tilefni 110 ára afmælisárs Taflfélags Reykjavíkur. Jón L. fékk 5 vinninga af 7 mögulegum og hlaut að launum veglegan bikar auk dágóðrar peningaupphæðar. Fast á hæla hans fylgdu félagar hans úr „fjórmenningaklíkunni“ frægu þeir Helgi ...

Lesa meira »

Stórmeistaramót T.R. í samstarfi við CCP og MP banka

Í tilefni af 110 ára afmælisárs Taflfélags Reykjavíkur stendur félagið, ásamt CCP og MP Banka, að veglegu stórmeistaramóti laugardaginn 9. janúar. Átta af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt, sex stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar. Mótið fer fram í höfuðstöðvum CCP að Grandagarði 8 og hefst klukkan 13.   Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins.

Lesa meira »

Fimmtudagsmótin hefjast aftur í kvöld eftir jólafrí

Hin margrómuðu fimmtudagsmót T.R. hefjast á nýjan leik í kvöld kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.  Mótið í kvöld er kjörið tækifæri fyrir skákmenn að hita upp fyrir mikla skákhelgi sem er að ganga í garð! Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði ...

Lesa meira »

Sigurður Daði sigraði á Jólahraðskákmóti T.R. – Firmakeppni

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur 2009 fór fram í gær í húsnæði félagsins að Faxafeni.  Mótið var firmamót að þessu sinni en yfir 50 fyrirtæki og einstaklingar styrktu félagið.  Þátttaka var góð en 34 keppendur mættu til leiks og öttu kappi í skemmtilegu móti þar sem jólaandinn réð ríkjum.  Á milli skáka fylgdust keppendur með úrslitaeinvíginu í Íslandsmótinu í atskák í beinni ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson Íslandsmeistari í atskák

Arnar E. Gunnarsson varð í dag Íslandsmeistari í atskák annað árið í röð þegar hann sigraði Sigurbjörn Björnsson í úrslitaeinvígi þeirra.  Einvígið var sýnt í beinni útsendingu Sjónvarps og tefldu þeir tvær atskákir en ef jafnt yrði eftir þær, myndu úrslitin ráðast í bráðabana þar sem hraðskákir yrðu tefldar. Sigurbjörn hafði hvítt í þeirri fyrri og beitti hinum vinsæla skoska ...

Lesa meira »

Jólahraðskákmót T.R.

Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 27. desember kl. 14.  Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma.  Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12.  Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Þar sem úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram á sama tíma í beinni útsendingu Sjónvarpsins verður boðið upp á aðstöðu til að ...

Lesa meira »

Gleðileg jól !

   Stjórn Taflfélags Reykjavíkur óskar skákiðkendum, sem og öðrum landsmönnum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári..  

Lesa meira »

Pistill jólaskákæfingarinnar

Pistil jólaskákæfingarinnar, 12. desember síðastliðinn, má nálgast hér.  Jafnframt má nálgast pistla allra laugardagsæfinga vetrarins hér eða smella á tengilinn hér hægra megin á síðunni. Jólaskákæfingin var síðasta laugardagsæfing ársins en þær hefjast á nýju ári laugardaginn, 9. janúar, klukkan 14. Æfingin var mjög vegleg og voru verðlaun veitt fyrir bestan árangur á liðnu misseri.  Að auki  tefldu nýbakaðir Íslandsmeistarar ...

Lesa meira »

Örn Stefánsson sigraði á fimmtudagsmóti

Á síðasta fimmtudagsmóti ársins hjá TR sigraði Örn Stefánsson en hann tapaði bara einni skák (gegn skákstjóranum).  Þar með verða ekki fleiri fimmtudagsmót á þessu ári en þráðurinn síðan tekinn upp að nýju 7. janúar 2010. Skákstjóri á mótinu, eins og (næstum) öllum mótunum í haust, var Eiríkur K. Björnsson. 1   Örn Stefánsson                             6  2-3  Eiríkur K. Björnsson                   5.5            ...

Lesa meira »

Síðasta fimmtudagsmót ársins í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann. Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og ...

Lesa meira »

Stefán Bergsson sigraði á fimmtudagsmóti

Á síðasta fimmtudagsmóti sigraði Stefán Bergsson eftir harða keppni við Stefán Þór Sigurjónsson. Þeir nafnar gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign og voru jafnir að vinningum fram að síðustu umferð. Tefldar eru sjö umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma; mótið hefst kl. 19:30 og er yfirleitt lokið um 21:30.  Síðasta fimmtudagsmótið á þessu ári verður næsta fimmtudagskvöld (17. des.) og þráðurinn síðan ...

Lesa meira »

Fimmtudagsmót í kvöld

Að venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann.Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  ...

Lesa meira »

Elsa María sigraði á fimmtudagsmóti

Elsa María Kristínardóttir sigraði á fimmtudagsmóti vikunnar en hún hlaut 6 vinninga í 7 umferðum. Elsa sigraði alla karlmótherja sína en tapaði aðeins einni skák gegn Sigurlaugu Regínu. Fyrir lokaumferðina voru Elsa María, Jón Úlfljóssson og Páll Andrason öll jöfn með 5 vinninga. Þeir Páll og Jón tefldu þá innbyrðis og í lok skákarinnar kom upp sú staða að þeir ...

Lesa meira »

Laugardagsæfingin 5. des fer fram í húsnæði SÍ

Vinsamlegast athugið að skákæfingin 5. des. fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands. Inngangur í T.R. eins og venjulega og síðan til hægri þegar komið er upp tröppurnar, fram hjá fatahenginu.

Lesa meira »