Fréttir

Allar helstu fréttir frá starfi TR:

Skráningarform fyrir Haustmót T.R

Nú er komið upp skráningarform fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem hefst 25 september. Skráning fer fram á heimasíðu félagsins.  Nánari upplýsingar um mótið síðar. Hægt er að fylgjast með skráningu hér.

Lesa meira »

Eiríkur K. Björnsson sigraði á fyrsta fimmtudagsmótinu

Skákstjórinn hafði sigur á fyrsta fimmtudagsmóti vetrarins. Að þessu sinni var teflt í húsnæði Skáksambands Íslands því verið var að stilla upp í húsakynnum TR fyrir Norðurlandamót öldunga sem hefst þar á laugardaginn eins og fram hefur komið í fréttum. Fimmtudagsmótið var fámennt að þessu sinni en afskaplega góðmennt, andrúmsloft vinalegt en þó þrungið keppnisanda, eins og jafnan. Úrslit í ...

Lesa meira »

Vetrarstarf T.R. hafið!

Vetrarstarf Taflfélags Reykjavíkur er nú hafið eftir gott sumarfrí. Að venju var það Stórmót T.R. og Árbæjarsafns sem markaði upphafið og fór það fram í blíðskaparveðri 14. ágúst sl. Því næst var það Borgarskákmótið í Ráðhúsinu á 225 ára afmælisdegi Reykjavíkurborgar 18. ágúst. Þetta mót er samstarfsverkefni T.R. og Hellis. Skákæfingarnar. Fyrsta skákæfingin fyrir börn fædd 1999 og síðar er ...

Lesa meira »

Skákæfingar barna og unglinga að hefjast!

Áratuga löng hefð er fyrir laugardagsæfingum Taflfélags Reykjavíkur. Þær hefjast aftur eftir sumarfrí laugardaginn 3. september kl. 14. Að venju fara æfingarnar fram í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Í fyrra mætti oftar en ekki vel á fjórða tug barna á æfingarnar en alls voru í kringum 100 börn sem sóttu þær. Á æfingunum eru sett upp skákmót, skákkennsla fer ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur sigraði Skákfélag Akureyrar

  Viðureign Skákfélags Akureyrar og Taflfélags Reykjavíkur í 8-liða úrslitum í Hraðskákkeppni taflfélaga fór fram í húsnæði T.R. í kvöld. Í hálfleik var staðan jöfn 18-18. Síðari hlutinn var æsispennandi, því eftir áttundu umferð skildi aðeins einn vinningur liðin að (S.A. 23,5 – T.R. 24,5). En T.R.-ingar geystust þá fram á völlinn í sterkri liðsheild og unnu næstu þrjár umferðirnar ...

Lesa meira »

Taflfélag Reykjavíkur sigraði Máta

Viðureign Máta og T.R. í Hraðskákkeppni taflfélaga fór fram í húsnæði T.R. í kvöld. T.R. hafði yfirhöndina allan fyrri hálfleik og eftir 6. umferð var staðan 25,5-10,5. Í 8. umferð unnu Mátar 3,5 – 2,5 en síðan fór að halla meira undir fæti og lokaumferðin fór 6-0 fyrir T.R. Lokastaðan var því T.R. 50,5v. – Mátar 21,5 v. Árangur Máta ...

Lesa meira »

Davíð Kjartansson sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns og T.R

    Stórmót Taflfélags Reykjavíkur og Árbæjarsafns fór fram í blíðskaparveðri í Árbænum í dag.  Hátíðardagskráin hófst með lifandi tafli, en skákmeistararnir Guðmundur Kjartansson og Jóhann H. Ragnarsson stýrðu þar lifandi fólki til orrustu á reitunum 64.  Gaman var að sjá þátttöku allra aldurshópa í lifandi taflinu og voru margar fjölskyldur mættar til leiks íklæddar búningum peða, riddara, biskupa, hróka, ...

Lesa meira »

Borgarskákmót

Borgarskákmótið fer fram fimmtudaginn 18. ágúst, og hefst það kl. 16:00. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og standa Reykjavíkurfélögin, Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir, að mótinu, sem og síðustu ár. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst til leiks en skráning ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer framsunnudaginn 14. ágúst. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum7 mín. á skák. Á undan, eða kl.13, fer fram lifandi tafl, en lifandi tafliðer fyrir löngu orðinn árviss og skemmtilegur viðburður ídagatali skákmanna. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í Stórmótinu,12.000 kr., 8.000 kr. og ...

Lesa meira »

Pistill Guðmundar Kjartanssonar um Czech Open 2011

Czech Open 2011Þá er Czech Open 2011 í Pardubice, Tékklandi nýafstaðið og kjellinn kominn heim aftur … í hversdagsleikann. Mótið er með sterkari opnum mótum og líka yfirleitt skemmtileg stemmning í kringum það eins og margir Íslendingar þekkja sem hafa tekið þátt. Í þetta skiptið vorum við 6 frá Íslandi, Ég, Hannes Hlífar, Gummi Gísla og frú, Sigurður Eiríks og ...

Lesa meira »

Ný stjórn T.R. kosin

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur starfsárið 2011-2012 Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir var endurkjörin formaður Taflfélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins sem fór fram 30. maí. Í stjórn eru auk hennar: Eiríkur K. Björnsson, varaformaður Magnús Kristinsson, gjaldkeri Áslaug Kristinsdóttir, ritari Björn Jónsson Ólafur S. Ásgrímsson Ríkharður Sveinsson Varamenn eru: Halldór Pálsson Elfa Björt Gylfadóttir Torfi Leósson Atli Antonsson Elín Guðjónsdóttir og Þórir Benediktsson gengu ...

Lesa meira »

Magnús sigraði á síðasta fimmtudagsmóti vetrarins

Magnús Sigurjónsson hafði sigur á síðastliðnu fimmtudagsmóti. Eini keppandinn sem náði að sigra Magnús var sá  yngsti, Vignir Vatnar Stefánsson. Með því náði Vignir líka öðru sætinu en þess má geta að honum voru veitt verðlaun um kvöldið bæði fyrir bestan árangur í sínum aldursflokki á laugardagsæfingum í TR, sem og bestu mætingu. Þar með er er lokið fimmtudagsmótahrinunni á ...

Lesa meira »

Myndir frá hraðskákmóti öðlinga

Jóhann H. Ragnarsson og Ríkharður Sveinsson tóku myndir á hraðskákmóti öðlinga þar sem m.a. voru veitt verðlaun fyrir skákmót öðlinga og boðið upp á glæsilega afmælistertu í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá fyrsta öðlingamótinu. Myndirnar má nálgast hér.

Lesa meira »

Stefán Þór sigraði örugglega á fimmtudagsmóti

Stefán Þór Sigurjónsson gaf engin grið á fimmtudagsmóti gærdagsins; vann með fullu húsi og var búinn að tryggja sigurinn fyrir síðustu umferð. Að öðru leyti var keppnin býsna jöfn eins og sést á úrslitunum hér að neðan; keppendur, sem nutu góðs af veitingum Birnu frá hraðskákmóti öðlinga frá því kvöldið áður í kaffihléinu,  voru duglegir að kraka heila og hálfa ...

Lesa meira »

Jóhann hraðskákmeistari öðlinga

Jóhann H. Ragnarsson sigraði á hraðskákmóti öðlinga sem fram fór sl. miðvikudag.  Þar fór jafnframt fram verðlaunaafhending fyrir öðlingamótið sem lauk viku áður þar sem Þorsteinn Þorsteinsson sigraði. Úrslit á hraðskákmótinu: 1   Jóhann H. Ragnarsson,                     7.5      39.0   2-3  Róbert Lagerman,                          7        40.5        Þorsteinn Þorsteinsson,                   7        39.5   4-5  Arnar Þorsteinsson,                       6.5      40.0        Jóhann Örn Sigurjónsson,                  6.5      33.0 ...

Lesa meira »

Eiríkur efstur á fimmtudagsmóti

Eiríkur K. Björnsson sigraði á jöfnu og sterku fimmtudagsmóti í gær. Trúlega hefur ekki unnist sigur á fimmtudagsmóti í vetur á jafn fáum vinningum, án þess að kæmi til stigaútreiknings. Enginn fór taplaus frá mótinu og úrslit réðust í síðustu umferð en þá töpuðu báðir efstu menn (Eiríkur og Stefán Þór) skákum sínum! Úrslit í gærkvöldi urðu annars sem hér ...

Lesa meira »

Birkir Karl sigraði á fimmtudagsmóti

Birkir Karl Sigurðsson sigraði á fimmtudagsmótinu 5. maí með fullu húsi (7 vinn. af 7 mögul.). Örn Leó lenti í 2. sæti með 5 vinninga. Keppendur voru 8 talsins og tefldu allir við alla. Björgvin Kristbergsson kom sjálfum sér á óvart og fékk 3 vinninga en hann vann líka frestaða skák úr Öðlingamóti TR í kvöld. Lokastaðan í mótinu:   ...

Lesa meira »

Emil Unglingameistari – Veronika Stúlknameistari

Emil Sigurðarson er unglingameistari Reykjavíkur 2011 og Veronika Steinunn Magnúsdóttir er stúlknameistari Reykjavíkur 2011. Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur 1. maí sl. Mótið var opið fyrir börn á grunnskólaaldri. Þrenn verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu, þrenn verðlaun fyrir efstu stúlkur og svo þrenn verðlaun fyrir 12 ára og ...

Lesa meira »

Myndir frá páskaæfingunni

Laugardagsæfingin 9. apríl var páskaæfing ársins að þessu sinni.  Ásamt stríðsástandi á skákborðunum flæddu páskaegg út um allt og voru hungraðir munnar ekki í vandræðum með að sporðrenna þeim. Myndir frá páskaæfingunni má sjá hér en það var Jóhann H. Ragnarsson, laumu TR-ingur sem tók þær.

Lesa meira »