Fjör á laugardagsæfingu!



Það voru hressir og áhugasamir krakkar sem mættu á laugardagsæfinguna 27. september. Ánægjulegt var að tvær systur bættust í hópinn svo og einn fimm ára strákur og stóðu þau sig mjög vel á sinni fyrstu skákæfingu í T.R. Einnig var mættur Friðrik Þjálfi Stefánsson sem er nýkominn heim frá Evrópumeistaramóti ungmenna, þar sem hann tók þátt í flokki drengja undir 12 ára aldri.

Æfingin byrjaði með skákkennslu sem Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, stóð fyrir. Þar á eftir var slegið upp 8. mín. skákmóti þar sem tefldar voru 6 umferðir eftir Monradkerfi. Meðfram mótinu var Sævar með kennslu í endatöflum og voru krakkarnir spenntir að fá “Skottu” (þ.e. sitja yfir eina umferð) til þess að geta sest á móti Sævari og reynt að máta hann!

Mótið fór þannig að Friðrik Þjálfi fékk fullt hús, 6 vinninga af 6. Vilhjálmur Þórhallsson varð annar með 5 vinninga og Samar e Zahida varð þriðja með 4 vinninga, en hún var núna með í fyrsta skipti!

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur álaugardagsæfingunum.

Stigin standa núna eftir þrjár laugardagsæfingar í september:

1. Stefanía Stefánsdóttir 7 stig
2-3. Mariam Dalia Ómarsdóttir og Vilhjálmur Þórhallsson 5 stig
4-6. Eiríkur Örn Brynjarsson, Friðrik Þjálfi Stefánsson og Jósef Ómarsson  4 stig
7-12. Figgi Truong, Guðni Stefánsson,  Hróðný Rún Hölludóttir, María Ösp Ómarsdóttir, Samar e Zahida og Yngvi Stefánsson 2 stig
13-15. Maria Zahida, Ólafur Þrastarson og Veronika Steinunn Magnúsdóttir  1stig

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16!

Umsjónarmenn voru Elín Guðjónsdóttir og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir