Fjölmennt Haustmót TR hófst á sunnudag



Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, hið 85. í röðinni, hófst síðastliðinn sunnudag. Þátttakendur að þessu sinni eru 50 og er teflt í þremur lokuðum flokkum. Stigahæsti keppandinn er alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson (2405). 1.umferð bauð upp á afar fjörugar skákir, lævísa leiki, fjörugar fórnir og sjálfan vodafone-gambítinn.

Björn Þorfinnsson hóf Haustmótið af krafti. Eftir að hafa farið sér að engu óðslega í fyrstu 12 leikjum sínum á mótinu fórnaði stjörnublaðamaðurinn manni í þeim þrettánda sem leiddi til yfirburðatafls gegn Aroni Þór Mai (2062). Björn var ekki í vandræðum með að innbyrða vinninginn. Jóhann Ingvason (2185) lagði Gauta Pál Jónsson (2100) og Þorvarður Fannar Ólafsson (2192) stýrði svörtu mönnunum til sigurs gegn Magnúsi Pálma Örnólfssyni (2227). Skák Vignis Vatnars Stefánssonar (2270) og Dags Ragnarssonar (2249) var frestað þar sem Vignir Vatnar stóð í ströngu í Finnlandi við að tryggja sveit Hörðvallaskóla sigur á NM grunnskólasveita.

Úrslit 1.umferðar í lokuðum flokkum:

A – Flokkur
Bo. No. Rtg Name Result Name Rtg No.
1 1 2270 FM Stefansson Vignir Vatnar P – P FM Ragnarsson Dagur 2249 8
2 2 2185 Ingvason Johann 1 – 0 Jonsson Gauti Pall 2100 7
3 3 2227 Ornolfsson Magnus P. 0 – 1 Olafsson Thorvardur 2192 6
4 4 2062 Mai Aron Thor 0 – 1 IM Thorfinnsson Bjorn 2408 5

 

B – Flokkur
Bo. No. Rtg Name Result Name Rtg No.
1 1 1805 Kristinsson Magnus P – P Briem Stephan 1967 8
2 2 1940 Mai Alexander Oliver 1 – 0 Antonsson Atli 1843 7
3 3 1747 Viktorsson Svavar 1 – 0 Andrason Pall 1843 6
4 4 1745 Briem Benedikt P – P Bjornsson Eirikur K. 1958 5

 

C – Flokkur
Bo. No. Rtg Name Result Name Rtg No.
1 1 1749 Heidarsson Arnar P – P Magnusson Thorsteinn 1532 8
2 2 1515 Sigurvaldason Hjalmar P – P Gudmarsson Olafur 1735 7
3 3 1711 Finnsson Johann Arnar 1 – 0 Haile Batel Goitom 1511 6
4 4 1695 Hallsson Jon Eggert 1 – 0 Gudmundsson Gunnar Erik 1579 5

 

Í opnum flokki unnu þeir stigahærri þá stigalægri í flestum viðureignum. Þó bar til tíðinda á 2.borði er hinn ungi og efnilegi Ingvar Wu Skarphéðinsson (1080) gerði sér lítið fyrir og vann Örn Alexandersson (1489).

Önnur úrslit í opna flokknum:

Bo. No. Name Rtg Pts. Result Pts. Name Rtg No.
1 1 Davidsson Joshua 1500 0 1 – 0 0 Thoroddsen Anna Katarina 1081 14
2 15 Skarphedinsson Ingvar Wu 1080 0 1 – 0 0 Alexandersson Orn 1489 2
3 3 Thorisson Benedikt 1338 0 1 – 0 0 Kristbergsson Bjorgvin 1075 16
4 18 Thorisson Bjartur 0 0 0 – 1 0 Olafsson Arni 1331 4
5 21 Heidarsson Mikael Bjarki 0 0 0 – 1 0 Arnason Saemundur 1312 6
6 9 Moller Tomas 1222 0 1 – 0 0 Kaleviqi Rigon Jon 0 22
7 23 Kaleviqi Robert 0 0 0 – 1 0 Helgadottir Idunn 1212 10
8 11 Gunnlaugsson Arnor 1172 0 1 – 0 0 Ofeigsson Daniel Freyr 0 24
9 25 Omarsson Josef 0 0 0 – 1 0 Omarsson Adam 1142 13
10 26 Ragnarsson Rikhard Skorri 0 0 0 – 1 0 Berndsen Soffia Arndis 0 19
11 5 Karlsson Isak Orri 1326 0 ½ not paired
12 7 Oskarsson Anton Breki 1268 0 ½ not paired
13 8 Jonsson Kristjan Dagur 1267 0 ½ not paired
14 12 Brynjarsson Einar Dagur 1158 0 ½ not paired
15 17 Johannsson Bjarki Kroyer 1037 0 ½ not paired
16 20 Hafdisarson Ingi Thor 0 0 ½ not paired

Nánari upplýsingar um mótið má finna á Chess-Results.