Fiskmarkaðsmót Hellis hefst í dagFiskmarkaðsmót Hellis, sem Björn Þorfinnsson hefur verið að skipuleggja síðustu mánuðina, hefst í dag kl. 17:00 í húsnæði Skáksambands Íslands við hliðina á TR-heimilinu.

 

Þetta mót er haldið með mjög litlum tilkostnaði, en aðeins einn erlendur ríkisborgari af fjórum er búsettur erlendis, hinn egypski Sarwat Walaa, sem er vinur Omars Salama. Omar er búsettur hér á landi, giftur Lenku Ptacnikovu, sterkustu skákkonu landsins. Hinn pólski Andrzej Misiuga, félagi í Taflfélagi Reykjavíkur, og Jose Fonseca, starfsmaður Kaupþings banka, eru búsettir hér á landi um þessar mundir. Þetta fyrirkomulag er mjög sniðugt, því þá er hægt að halda svona mót án veglegra kostunaraðila.

 

Í fyrstu umferð tefla saman:

Hjörvar Steinn Grétarsson – Björn Þorfinnsson
Omar Salama – Andrzej Misiuga
Lenka Ptacknikova – Jose Fonseca
IM Sævar Bjarnason – IM Bragi Þorfinnsson
Ingvar Þór Jóhannesson – IM Sarwat Walaa

 

Nánari fréttir verða sagðar á Skáksíðunni og bloggsíðu mótsins.