Fimm skákmenn með fullt hús á SkeljungsmótinuÞór Valtýsson (2099), Hjörvar Steinn Grétarsson (2279), Torfi Leósson (2155), Hrannar Baldursson (2080) og Sverrir Þorgeirsson (2094) eru með fullt hús eftir þriðju umferð Skeljungsmótsins 2009 sem fram fór í kvöld.  Lítið var um óvænt úrslit en þó sigraði Helgi Brynjarsson (1949) alþjóðlega meistarann Sævar Bjarnason (2211).  Pörun fjórðu umferðar, sem fram fer á sunnudag kl. 14, liggur fyrir en þá mætast m.a. Hjörvar og Þór, og Sverrir og Torfi.

Pörun, úrslit og stöðu má nálgast á Chess-Results.

Heimasíða mótsins