Enn fjölgar á laugardagsæfingum!



Það voru margir krakkar sem komu á sína fyrstu skákæfingu hjá T.R. núna á laugardaginn var. Meðal annars komu leikskólakrakkar sem voru allan tímann! Þröstur Þórhallsson, stórmeistari, var þar einnig (allan tímann!) með syni sínum Þórhalli, sem var að koma á sína fyrstu laugardagsæfingu. En Þröstur var einmitt iðinn við að koma á laugardagsæfingarnar “í gamla daga”!

Sævar Bjarnason var að vanda með skákkennslu í byrjun tímans og síðan til taks alla æfinguna, svo að enginn þurfti að sitja aðgerðarlaus. Krökkunum var skipt í tvo hópa. Annars vegar voru það þau sem hafa komið áður, en þau tefldu sín á milli 5 umferða mót eftir Monradkerfi. Hins vegar voru það krakkarnir sem voru að koma í fyrsta sinn, en þau tefldu hvert við annað og prófuðu að nota skákklukkur og fengu tilsögn í helstu skákreglum. Gaman að sjá hvað þau voru áhugasöm og einnig þau allra yngstu sem sýndu mikla einbeitingu! Að sjálfsögðu var svo boðið upp á smá hressingu í
“hálfleik”.

Helstu úrslit í litla 5. umferða mótinu urðu sem hér segir:

1. Vilhjálmur Þórhallsson með 5 vinninga af 5
2. Figgi 3 1/2 vinninga
3-4. Mariam og Jóhann Markús Chun 3 vinninga

 Þau sem einnig tóku þátt í mótinu og fá mætingarstig voru:

Daði Sigursveinn Harðarson, Þorsteinn Freygarðsson, Maria Zahida og María Ösp. Auk þess fengu allir krakkarnir sem komu í fyrsta sinn 1 mætingarstig hvert. Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.

Stigin standa núna eftir sex laugardagsæfingar:

1. Vilhjálmur Þórhallsson 16 stig
2. Mariam Dalia Ómarsdóttir 10 stig 
3. Stefanía Stefánsdóttir, Figgi Truong 7 stig
4-8. Veronika Steinunn Magnúsdóttir,  Jósef Ómarsson, Ólafur Örn Olafsson, Þorsteinn Freygarðsson, María Ösp Ómarsdóttir    5 stig
9- 13. Eiríkur Örn Brynjarsson, Friðrik Þjálfi Stefánsson, Samar e Zahida, Kristófer Þór Pétursson, Hróðný Rún Hölludóttir, 4 stig
14-15. Guðni Stefánsson, Maria Zahida 3 stig
16-18. Yngvi Stefánsson, Kristín Viktoría Magnúsdóttir, Jóhann Markús Chun 2 stig
19-32. Angantýr Máni Gautason, Bjarni Þór Lúðvíksson, Daði Sigursveinn Harðarson, Eiríkur Elí Eiríksson, Elvar P. Kjartansson, Halldóra Freygarðsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Kristmann
Þorsteinsson, Kveldúlfur Kjartansson, Markús Máni, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Tayo Örn Norðfjörð, Tinna Glóey Kjartansdóttir, Þórhallur Þrastarson 1 stig
 
Umsjónarmaður var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.
Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16!