Emil unglingameistari Reykjavíkur – Elín stúlknameistari



Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í taflheimili Taflfélags Reykjavíkur í gær, 2. maí. Mótið var opið fyrir öll börn á grunnskólaaldri. Þetta er samskonar mót og Skákþing Reykjavíkur, nema hvað hér eru það börn og unglingar sem eru búsett í Reykjavík eða eru félagar í reykvískum taflfélögum sem tefla um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur og Stúlknameistari Reykjavíkur.

 

Skákmótið var fjölmennt, og sannkölluð uppskeruhátíð núna í byrjun maímánaðar,  því 45 börn og unglingar tóku þátt. Tefldar voru 7 umferðir með 15 mín. umhugsunartíma á skák. Teflt var í einum flokki og var keppnin var mjög jöfn og spennandi og alls ekki fyrirsjáanlegt hvernig leikar færu. Mótið var ekki síður spennandi fyrir það að nokkur “óvænt” úrslit litu dagsins ljós þar sem ungir skákmenn unnu margreynda skákunglinga. Þannig vann hinn 10 ára gamli Dawid Kolka bæði Pál Andrason og Birki Karl Sigurðsson og hinn 7 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson vann viðureignina við Jón Trausta Harðarson.

 

Fyrstu þrjú sætin í hverjum verðlaunaflokki skipuðu eftirfarandi keppendur:

 

1. Emil Sigurðarson, Hellir fékk 6,5 v. af 7 og er Unglingameistari Reykjavíkur 2010.

2. Dagur Kjartansson, Hellir 6 v. 

3. Friðrik Þjálfi Stefánsson, T.R.  5,5 v.

 

Í flokki stúlkna urðu úrslit sem hér segir:

1. Elín Nhung Hong Bui, T.R. fékk 5 v. og er Stúlknameistari Reykjavíkur 2010.

2. Nancy Davíðsdóttir, Fjölnir 4 v. 

3. Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Hellir 3 1/2 v.

 

Í flokki 12 ára og yngri (fædd 1997 og síðar).

1. Dagur Ragnarsson, Fjölnir 5 1/2 v.

2. Dawid Kolka, Hellir 5 v. 

3. Rafnar Friðriksson, T.R. 4,5 v. 

 

Sigurvegarar hvers flokks fengu að auki bókarverðlaun að eigin vali frá Skákakademíu Reykjavíkur, en Sigurbjörn Björnsson var einmitt með skákbókasölu á meðan mótinu stóð.

 

Heildarúrslit: 

 

  1 Emil Sigurðarson, Hellir, 6,5 v. af 7
  2 Dagur Kjartansson, Hellir, 6 v.  
  3 Friðrik Þjálfi Stefánsson, T.R. 5,5 v.
  4 Dagur Ragnarsson, Fjölnir, 5,5 v.    

  5 Guðmundur Kristinn Lee, Skákfél. Ísl., 5,5 v.
  6 Páll Snædal Andrason, Skákfél.Ísl. 5 v. 

  7 Birkir Karl Sigurðsson, Skákfél.Ísl. 5 v.
  8 Dawid Kolka, Hellir, 5 v.

  9 Elín Nhung Hong Bui, T.R. 5 v.

 10 Rafnar Friðriksson, T.R. 4,5 v. 
 11 Heimir Páll Ragnarsson, Hellir, 4,5 v.
 12 Vignir Vatnar Stefánsson, T.R. 4 v.

 13 Jón Trausti Harðarson, Fjölnir, 4 v.

 14 Gauti Páll Jónsson, T.R. 4 v.

 15 Róbert Leó Jónsson, Hellir, 4 v. 
 16 Pétur Olgeir Gestsson, Hellir, 4 v. 

 17 Þröstur Smári Kristjánsson, Hellir, 4 v. 

 18 Friðrik Daði Smárason, Hellir, 4 v. 

 19 Nancy Davíðsdóttir, Fjölnir, 4 v. 

 20 Þorsteinn Freygarðsson, T.R. 3,5 v.

 21 Sigurður Kjartansson, Hellir, 3,5 v. 

 22 Atli Snær Andrésson, T.R. 3,5 v. 

 23 Garðar Sigurðarson, T.R. 3,5 v.

 24 Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Hellir, 3,5 v.

 25 Arnar Ingi Njarðarson, T.R. 3,5 v. 

 26 Kristinn Andri Kristinsson, Fjölnir, 3 v.
 27 Svandís Rós Ríkharðsdóttir, Fjölnir, 3 v.

 28 Jakob Alexander Petersen, T.R. 3 v. 

 29 Veronika Steinunn Magnúsdóttir T.R. 3 v.

 30 Donika Kolica, T.R. 3 v. 

 31 Ingvar Ingvarsson, T.R. 3 v.

 32 Matthías Ævar Magnússon, T.R. 3 v.

 33 Þórður Valtýr Björnsson, T.R. 3 v.

 34 Guðmundur Agnar Bragason, T.R. 2,5 v. 

 35 Sólrún Elín Freygarðsdóttir, T.R. 2,5 v.

 36 Sölvi Halldórsson, T.R. 2,5 v. 
 37 Gabríela Íris Ferreira, T.R. 2,5 v. 

 38 Erna Mist Pétursdóttir, T.R. 2 v.

 39 Axel Bergsson, T.R. 2 v.

 40 Halldóra Freygarðsdóttir, T.R. 2 v.

 41 Tinna Sif Aðalsteinsdóttir, Fjölnir, 2 v.

 42 Jóhann Markús Chun, T.R. 2 v.
 43 Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Fjölnir, 2 v.

 44 Tómas Steinarsson, T.R. 2 v.

 45 Ólafur Helgason, 2 v.

 

Skákstjórar voru Torfi Leósson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á meðan mótinu stóð og afhenti stúlknaverðlaunin, en þau hjónin Birna og Ólafur S. Ásgrímsson gáfu farandbikarann fyrlr Stúlknameistara Reykjavíkur.