Eiríkur Örn Brynjarsson gengur í TR 

Enn einn sterkur liðsaukinn barst Taflfélagi Reykjavíkur nú um helgina, þegar Eiríkur Örn Brynjarsson ákvað að ganga til liðs við félagið. Eiríkur Örn er fjórði liðsmaður hinnar öflugu skáksveitar Salaskóla sem á undanförnum vikum hafa gengið í raðir TR. 

TR fagnar innilega komu Eiríks í félagið. Jafnframt því að vera efnilegur skákmaður er hann drengur góður og styrkir vel vaxandi unglingalið félagsins.

 

Á myndinni hér að ofan heldur Eiríkur Örn á einum af fjölmörgum bikurum sem skáksveit Salaskóla hefur unnið undir farsælli þjálfun þeirra Tómasar Rasmus og Hrannars Baldurssonar.  

ÓFH