Davíð vann Sverri Örn í frestaðri skákÍ dag, laugardag, fór fram frestuð skák úr a-flokki Haustmótsins. Davíð Kjartansson sigraði Sverri Örn Björnsson með hvítu. Davíð hefur því 2,5 vinninga og á einni skák ólokið, gegn Guðna Stefáni Péturssyni, en  Sverrir hefur 2 vinninga og á sömuleiðis einni skák ólokið, gegn Birni Þorfinnssyni.

7. umferð fer fram á morgun, sunnudag, og fer fram í Skákhöll Reykjavíkur, Faxafeni 12 og hefst kl. 14.00.