Dagur vann í 5. umferðDagur gjörsigraði Gustavo Silva nokkurn í 5. umferð Kex-mótsins með svörtu. Hann hefur nú 4.5 vinninga í fimm skákum og þarf aðeins 2.5/4 til að fá sinn annan IM áfanga á nokkrum dögum.

Davíð Kjartansson sigraði  Keresztes (2272) og hefur þrjá vinninga. 

T.R. óskar Degi til hamingju með árangurinn hingað til og sendir baráttukveðjur út.

En það er auðvitað Deginum ljósara, að næsti IM Íslendinga kemur frá Stórveldinu.