Dagur náði þriðja áfanga sínum að IM titli!!



Dagur Arngrímsson náði 3. áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli á síðara alþjóðlega mótinu í Kecskemét í Ungverjalandi.   Dagur sigraði Tamas Vasvari (2146) og gerði svo jafntefli við Davíð Kjartansson (2324).  Dagur hlaut 8,5 vinning í 11 skákum en Davíð hlaut 6,5 vinning. 

 Ferðin hjá drengjunum gekk því afbragsvel.  Dagur fékk 2 áfanga en Davíð einn.

Þetta er þriðji og lokaáfangi Dags.  Nú þarf hann hins vegar að hækka sig upp í 2400 skákstig til að verða útnefndur alþjóðlegur meistari.

Dagur hækkar um 39 stig fyrir frammistöðu sína á báðum mótunum en Davíð lækkar um 3 stig. 

T.R. óskar Degi til hamingju með árangurinn. Nú hafa félagar í T.R. fengið fjóra alþjóðlega áfanga á síðustu þremur mánuðum og skákmenn, uppaldir í félaginu, fengið þrjá áfanga til viðbótar frá því í apríl byrjun.