Dagur Andri öruggur sigurvegari fimmtudagsmótsDagur Andri vann öruggan sigur á síðastliðnu fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur. Tefldar voru 11 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Fyrir síðustu umferðina hafði Dagur Andri lagt alla mótherja sína og hafði 2ja vinninga forskot á næsta mann, Matthías Pétursson. Í lokaumferðinni tapaði hann fyrir eina kvenkeppandanum og sigurvegara síðasta fimmtudagsmóts, Elsu Maríu Kristínardóttur, en það kom ekki að sök þar sem hann hafði þegar tryggt sér sigur í mótinu.

 

Glæsileg frammistaða hjá Degi Andra sem fékk 10 vinninga úr 11 umferðum.

 

 

  1   Dagur Andri Friðgeirsson 10 v af 11

  2   Matthías Pétursson 9       

  3   Elsa María Kristínardóttir 8       

  4   Eiríkur Björnsson 7.5     

 5-6  Kristján Örn Elíasson 7       

      Helgi Brynjarsson 7        

  7   Jón Úlfljótsson 5.5     

  8   Jon Olav Fivelstad 4       

  9   Ingi Þór Hafdísarson 3.5     

 10   Tjörvi Schiöth 2.5 

 11   Pétur Axel Pétursson 2