Daði í 62.-73. sæti á EM ungmennaDaði Ómarsson (2091) hafnaði í 62.-73. sæti á Evrópumóti ungmenna sem fór fram í Fermo á Ítalíu 30. ágúst – 10. september.  Daði keppti í flokki drengja 18 ára og yngri og hlaut 4 vinninga úr 9 skákum.  Árangur Daða samsvarar 2150 skákstigum og græðir hann 9 skákstig.

Sex önnur íslensk ungmenni tóku þátt í mótinu ásamt Daða og var árangur þeirra eftirfarandi:

  • Jón Kristinn Þorgeirsson u-10 5v 27.-33. sæti.
  • Dagur Andri Friðgeirsson u-14 4v 74.-86. sæti.
  • Hrund Hauksdóttir u-14 3,5v 62.-63. sæti.
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir u-16 3v 60.-66. sæti.
  • Sigríður Björg Helgadóttir u-18 3,5v 41.-49. sæti.
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir u-18 4v 31.40. sæti.
  • Heimasíða mótsins
  • Chess-Results