Daði á möguleika á verðlaunumSjöunda og næstsíðasta umferð er alveg að klárast og allir strákarnir búnir nema Matti auðvitað.

 

Daði og Vilhjálmur unnu sínar skákir og Einar gerði jafntefli.  Aron tapaði fyrir Daða og Matti er að tapa fyrir Þjóðverjanum.

 

Daði á góða möguleika á að fá verðlaun fyrir bestan árangur undir 2000 stigum.  Hann er með 4,5 vinning, og bara spurning um hvort hann verður einn efstur u-2000 eða hvort einn úkraínumaður nái honum að vinningum.

 

Ég þori ekki öðru en að senda þessa frétt nú, áður en allar skákirnar eru búnar – við þurfum að fá okkur að borða og sennilega slokknar brátt á netinu.

 

Torfi Leósson