D-flokkur Boðsmótsins



Enn fleiri áhugasamir skákmenn settu sig í samband við Taflfélag Reykjavíkur og vildu fá að tefla.  Upp úr því varð til d-flokkur Boðsmóts TR.

D-flokkurinn er skipaður 7 skákmönnum og tefldur sem liðakeppni með Scheveningen fyrirkomulagi.  Alls verða því tefldar fjórar umferðir.

Þar sem svo vill til að fjórir keppendanna eru allir úr hinni sterku skáksveit Salaskóla voru liðin kölluð “Salaskóli” og “Taflfélag Reykjavíkur”.

Í fyrstu umferð vann lið Salaskóla öruggan 3,5-0,5 sigur á liði Taflfélagsins.  Þess ber þó að geta að þar sem einungis þrír eru í liði TR verður að gefa eina skák í hverri umferð.

Úrslit 1. umferðar:

1. umferð sunnudag 30. september kl.17

Lið TR – Lið Salaskóla

Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir – Páll Andrason 0,5-0,5
Kristján Heiðar Pálsson – Ragnar Eyþórsson 0-1
Hjálmar Sigurvaldason – Birkir Karl Sigurðsson 0-1
“Skotta” – Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 0-1*

Næsta umferð verður tefld á mánudag kl.19.  Þá mætast:

2. umferð mánudag 1. október kl.19

Lið Salaskóla – Lið TR

Ragnar Eyþórsson – Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
Birkir Karl Sigurðsson – Kristján Heiðar Pálsson
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Hjálmar Sigurvaldason
Páll Andrason – “Skotta” 1-0*