Borgarskákmótið fer fram næsta mánudagBorgarskákmótið fer fram næstkomandi mánudag, 11.ágúst, og hefst taflið klukkan 16. Mótið fer fram venju samkvæmt í Ráðhúsi Reykjavíkur og er nú haldið í 29.sinn.

Taflfélag Reykjavíkur sem staðið hefur að mótinu frá upphafi og Skákfélagið Huginn halda mótið. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann.

Mótið er öllum opið og þátttaka er ókeypis. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar taki þátt. Skákmenn eru hvattir til þess að skrá sig sem fyrst til leiks! Skráning fer fram á www.skak.is.