Boðsmótið hefst á mánudagBoðsmót T.R. 2007 hefst á mánudag, bæði í a- og b-flokkum. Að þessu sinni er um tvo lokaða flokka að ræða, en a-flokkur er alþjóðlegur, því þar taka erlendir kappar þátt.

Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá og keppendur má finna á heimasíðu mótsins hér á T.R. síðunni.

Boðsmótið hefur verið haldið frá 1976, en sigurvegari síðasta árs var Lenka Ptacnikova í a-flokki og Patrekur Maron Magnússon í b-flokki.