Birkir Karl kjördæmismeistari ReykjanessBirkir Karl Sigurðsson (1535) sigraði í gær í yngri flokki kjördæmismóts Reykjaneskjördæmis en hann hlaut 6,5 vinning.  Í öðru sæti með 6 vinninga hafnaði annar meðlimur Taflfélags Reykjavíkur, Friðrik Þjálfi Stefánsson (1565), og taka þeir því báðir þátt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri 30. apríl til 3. maí.  Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (1605) hafnaði í fjórða sæti í eldri flokki.