Bergsteinn og Sigurður Páll í TR!Bergsteinn Einarsson (2221) og Sigurður Páll Steindórsson (2235) hafa snúið heim í Taflfélag Reykjavíkur eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku hjá Bridsfélaginu.  Það er mikill fengur fyrir Taflfélagið að fá þessa skemmtilegu skákmenn heim í Fenið, og munu þeir vafalítið styrkja félagið í komandi átökum á Íslandsmóti skákfélaga. 

Taflfélag Reykjavíkur bíður þá báða hjartanlega velkomna og óskar þeim góðs gengis við skákborðið!