Benedikt Unglingameistari TR – Batel Stúlknameistari



Benedikt Þórisson er Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2019.

Benedikt Þórisson er Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2019.

Einstaklega fjölmennt Barna- og unglinga- sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag, en samtals tóku 58 þátt. Gaman var að sjá þátttakendur víðsvegar að úr höfuðborgarsvæðinu, en góður hópur krakka mætti bæði frá Breiðablik og Fjölni.

Fjölmennt Barna- og unglingameistaramót TR.

Fjölmennt Barna- og unglingameistaramót TR.

Það þarf þó engan að undra að bróðurpartur krakkanna var úr Taflfélagi Reykjavíkur og var gaman að sjá stóran hóp krakka af byrjendaæfingum TR og voru nokkur þeirra að tefla á skákmóti í fyrsta sinn! Krakkarnir stóðu sig með prýði hvað varðar framkomu við borðið og þau sem voru að taka sín fyrstu skref voru til fyrirmyndar, rétt eins og þau hefðu mörg mót undir beltinu.
Í stúlknaflokki voru þátttakendur 14, sem er með mesta móti og var þetta góð blanda þátttakenda af öllum getustigum. Úrslitin voru að miklu leyti eftir bókinni, eins og sagt er, og þær reynslumestu röðuðu sér að mestu í efstu sætin.
Batel, Iðunn og Sara skipuðu þrjú efstu sætin í Stúlknaflokki.

Batel, Iðunn og Sara skipuðu þrjú efstu sætin í Stúlknaflokki.

Batel Goitom Haile vann allar skákirnar 7 talsins og varði þar með titil sinn sem Stúlknameistari Taflfélags Reykjavíkur frá því í fyrra. Í öðru sæti varð Iðunn Helgadóttir með 6 vinninga og Sara Sólveig Lis varð í þriðja sæti með 5 vinninga.

Aldursflokkaverðlaun hlutu þessar:

f.2012: Emilía Embla B. Berglindardóttir
f.2011: Jóhanna Kristmundsdóttir
f.2010: Guðrún Fanney Briem
f.2008: Katrín María Jónsdóttir
f.2007: Batel Goitom Haile

Þátttakan í opna flokknum var einnig í mesta lagi, eða 44. Ljóst var að margir áttu möguleika á sigri, enda voru margar hörkuskákir háðir á efstu borðum í hverri umferð sem gátu endað á hvern veginn sem er. Jafnbest tefldi þó Benedikt Þórisson sem fór taplaus í gegnum mótið, hlaut 6 vinninga af 7, og tryggði sér sigur með jafntefli í lokaumferðinni. Hann er því Unglingameistari Taflfélags Reykjavíkur 2019.
Þrír efstu í Opnum flokki; Benedikt, Rayan og Óttar.

Þrír efstu í Opnum flokki; Benedikt, Rayan og Óttar.

Þrír hlutu 5,5 vinning og voru þeir allir líklegir til sigurs í mótinu á einhverjum tímapunkti, en þetta voru þeir Rayan Sharifa, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Ingvar Wu Skarphéðinsson og samkvæmt stigaútreikningi varð Rayan í 2. sæti og Óttar í því þriðja.

Aldursflokkasigurvegarar voru þessir:

f.2013: Birkir Hallmundarson
f.2012: Jón Louie Thoroddsen
f.2011: Josef Omarsson
f.2010: Kjartan Halldór Jónsson
f.2009: Bjartur Þórisson
f.2008: Tómas Möller
f.2007: Rayan Sharifa
f.2006: Benedikt Þórisson
f.2005: Árni Ólafsson

Heildarúrslit eru á chess-results

Opinn flokkur: http://chess-results.com/tnr488096.aspx?lan=1&art=1&rd=7
Stúlknaflokkur: http://chess-results.com/tnr488097.aspx?lan=1&art=1&rd=7

Um skákstjórn sáu Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir og Torfi Leósson

Invalid Displayed Gallery