Belgrade Trophy, Obrenovac. 1, pistillObrenovac 2010 1. hluti.

Já, ég er íhaldssamur. Í nóvember 2010 fór undirritaður á meistaramót Belgrað (Beograd Trofej) sjötta árið í röð. Þetta er auðvitað bilun, en dr. Stjáni Guðmundz veitti mér vottorð fyrir skáklegum undarlegheitum, svo ég er ósakhæfur í þessu máli.

Mig dauðlangaði auðvitað að fara á mótið, en lengi leit út fyrir að slíkt myndi ekki gerast að þessu sinni. Mótshaldararnir áttu í erfiðleikum með fjármögnun, svo þeir gátu ekki niðurgreitt hótelgistinguna mína þetta árið, eins og þau þrjú síðustu. Að vísu kostar hótelgistingin engar stórfelldar upphæðir, en hafði hækkað frá 20 evrum á nóttu, með fullu fæði, í 26 á einu ári, auk skatts. Hér voru engar stórupphæðir, en fyrir svipað verð fór Róbert Lagerman, sem hefur farið á Serbíumótið með mér þrisvar, á skákmótið í Harkany í Ungverjalandi. Mig langaði að breyta til, en af ýmsum ástæðum gat ég ekki ákveðið mig í tíma. Og flugið hækkaði og hækkaði, einkum til Búdapest. Ferðin þangað var orðin bæði dýrari og innihélt margskonar óþægindi, sem unnu gegn því að dvelja á spa-hóteli. En mig langaði samt eiginlega meira til Belgrað, þótt hótelið væri 1 ½ stjarna í raun og maturinn frekar einhæfur. Jú, við Íslendingarnir erum einu Vesturlandabúarnir sem tefla á þessu móti oftar en einu sinni.

Margar ástæður liggja að baki því, að tefla í Belgrað. Skákmótið er í raun mjög skemmtilegt, en að mörgu leyti, en hættulegt. Þar tefla margir efnilegir og „underrated“ Serbar og hef ég lenti í þeim á umliðnum árum. En þar eru líka overrated gamlingar frá tíð Júgóslavíu. Maður þarf bara að vera heppninn með andstæðinga. Í öðru lagi hefur verið ódýrt að tefla þarna og er í raun enn, rétt eins og á öðrum löndum á Balkanskaga. Í þriðja lagi, eftir öll þessi skipti, er þessi staður orðinn hluti af mér, að sumu leyti. Mér líður einfaldlega vel þarna, þrátt fyrir að ýmislegt vinni gegn manni. Þarna á ég marga vini og kunningja. Serbarnir eru gestrisnir.

Ég hafði afráðið að fara ekki þetta skiptið, aðallega vegna æfingaleysis, áhugaleysis á skák og auknum kostnaði, einkum vegna hækkunar á flugfarmiðum þegar nær dró. En síðan spurði einn fésvinur minn, gaur frá Serbíu sem ég þekki orðið ágætlega, hvort ég kæmi ekki eins og venjulega? Hann saknaði mín af keppendalistanum og fannst tómlegt að ég kæmi ekki. Daginn eftir fékk ég síðan boð á mótið, þar sem gisting var greidd. Ég var kominn með farmiðann í hendurnar klukkutíma síðar. En ég skil ekkert í Andra Áss að hafa ekki solid skákfargjöld fyrir FM-skákmenn. Ég rauk síðan af stað og komst heill á leiðarenda, en án ferðatöskunnar. Eins og Steini markaðsstjóri hefði sagt: “Kostar”.

Jón Árni Halldórsson og Sigurður Ingason höfðu keypt miða löngu áður og farið á mót í Brno í Tékklandi á leiðinni. Þeir stóðu sig þar nokkuð vel og mættu eldhressir til Obrenovac eftir l3 klst. lestarferð. Skák er ekki bara dans á rósum.

www.beochess.rs – heimasíða mótsins
http://hvala.blog.is/blog/hvala/entry/1119393/  1. bloggfærsla, frá ferðinni osfrv.

frh síðar

SGB