Author Archives: Þórir

Jón Viktor efstur á Boðsmótinu

Jón Viktor Gunnarsson, alþjóðameistari úr T.R., er efstur á Boðsmótinu a-flokki eftir 5 umferðir. Hann sigraði í kvöld Guðmund Kjartansson, sem var efstur ásamt honum fyrir skákina.   Úrslit urðu annars sem hér segir: Round 5 on 2007/09/21 at 17:00 Bo. No.     Name Result   Name   No. 1 3   Omarsson Dadi 0 – 1   Klimciauskas ...

Lesa meira »

Jón Viktor og svartur halda sigurgöngu áfram

Jón Viktor Gunnarsson vann Guðmund Kjartansson í 5. umferð Boðsmótsins.  Jón Viktor er þar með kominn með 4,5 vinning. Í humátt er Esben Lund með 4 vinninga, en hann vann Ingvar Þór Jóhannesson í 81 leikja skák. Með 3,5 vinning eru svo Guðmundur Kjartansson og Domantas Klimciauskas, en þessir þrír síðastnefndu eiga möguleika á áfanga að alþjóðlegum meistaratitli.  Til þess ...

Lesa meira »

Íslandsmeistarar T.R. mæta Helli í úrslitum

Íslandsmeistarar T.R. munu mæta silfursveit Hellis í úrslitum Hraðskákkeppni taflfélaga, eftir að Hellismenn sigruðu sveit Hauka í undanúrslitum. Áður höfðu Íslandsmeistarar T.R., sem unnu Helli með fáheyrðum yfirburðum í úrslitum á síðasta ári, lagt Akureyringa í fyrri viðureign undanúrslitanna. Ekki er komin dagsetning á úrslitaviðureign Íslandsmeistaranna og silfurliðsins frá síðasta ári, en vísast verður hún haldin fyrir Evrópumót félagsliða, sem ...

Lesa meira »

Jón Viktor og Guðmundur efstir á Boðsmótinu

  Jón Viktor Gunnarsson og Guðmundur Kjartansson eru efstir á Boðsmótinu a-flokki eftir skákir kvöldsins. Jón Viktor sigraði Kaunas með hvítu, en Guðmundur rúllaði yfir Braga Þorfinnsson, með svörtu í Caro-kann vörn, í aðeins 16 leikjum á einkar snaggaralegan hátt. Um önnur úrslit sjá töflu: Úrslit 4. umferðar:  1 10   Klimciauskas Domantas  1 – 0   Misiuga Andrzej  7 ...

Lesa meira »

Björn Jónsson í T.R.

Björn Jónsson (1960) hefur gengið í T.R. frá Skáksambandi Austurlands, skv. frétt á Skák.is. T.R. býður Björn velkominn í félagið og fagnar liðsstyrk þessa öfluga meistara fyrir komandi átök við skákborðið.

Lesa meira »

Hvítur réttir úr kútnum á Boðsmótinu

  Jæja, þrír sigrar unnust á hvítt í þriðju umferð Boðsmótsins, en fram til þessa höfðu svörtu mennirnir þótt vænlegri til sigurs. Það voru aðeins íslensku alþjóðameistararnir Jón Viktor Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson sem fengu hálfan punkt hvor á svörtu mennina, eins og sjá má af töflunni hér að neðan.   Bo. No.     Name Result   Name   ...

Lesa meira »

Fyrsti sigur hvíts á Boðsmótinu

Hann lét bíða eftir sér, fyrsti sigur hvíts á alþjóðlega Boðsmótinu, en eftir að Esben Lund hafði knésett Matthías Pétursson með svörtu mönnunum í annarri umferð og unnið þar með sjötta sigur svarts í röð, tókst Jóni Viktori að leggja Daða Ómarsson með hvítu í endatafli. Hvítur stendur samt enn höllum fæti, því Ingvar Þór Jóhannesson lagði Braga Þorfinnsson með ...

Lesa meira »

Geir Ólafsson í T.R.

Geir Ólafsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, er genginn í Taflfélag Reykjavíkur. T.R.ingar bjóða hann velkominn í raðir félagsins og vænta þess, að hann eigi eftir að vinna ekki síðri afrek við skákborðið en við hljóðnemann.

Lesa meira »

Skákir 1. umferðar komnar inn

Skákir 1. umferðar Boðsmótsins eru komnar á vefinn. Til að nálgast skákirnar skal slá hér Við minnum á, að 2. umferð Boðsmótsins fer fram á morgun, þriðjudag, kl. 17.00 í Faxafeni 12.

Lesa meira »

T.R. sigraði Akureyringa í Hraðskákkeppni taflfélaga

T.R. ingar stóðu í ströngu víðar en í Boðsmótinu, en í kvöld fóru einnig fram undanúrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga. Vösk sveit Akureyinga kom í heimsókn og eftir nokkrar mínútur féll vefstjórinn fyrir Rúnari Sigurpálssyni. En lengra komust norðanmenn ekki.  Taflfélagsmenn sigruðu með 52 vinningum gegn 20 vinningum Akureyringa. Í hálfleik var staðan 25 1/2 –  10 1/2. Umf. 1 4 ...

Lesa meira »

Svartur dagur í 1. umferð

Hið alþjóðlega Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hófst með því að svartur vann í öllum skákum. Tveir stigahæstu menn mótsins mættust í skák Esben Lund gegn Jóni Viktori og hafði Jón sigur.  Stigahærri menn unnu sigur í öllum skákum, nema í skák Ingvars Þórs Jóhannessonar gegn Andrzej Misiuga, en þar hafði sá pólski sigur. Sjá nánar á taflfelag.is/ Hægt er að nálgast ...

Lesa meira »

1. umferð í Boðsmótinu

1. umferð í A-flokki Alþjóðaboðsmótsins fer fram í dag. Þar leiða eftirfarandi saman hesta sína:   Í kvöld var dregið um töfluröð og í 1. umferð mætast (Í A-flokki) Matthías Pétursson – Domantis KlimciauskasEsben Lund – Jón Viktor GunnarssonDaði Ómarsson – Bragi ÞorfinnssonIngvar Þ. Jóhannesson – Andrzej MisiugaKestutis Kaunas – Guðmundur Kjartansson Mynd: Esben Lund frá Danmörku teflir við Jón ...

Lesa meira »

Dregið um töfluröð á Boðsmótinu

Jæja, í kvöld var dregið um töfluröð bæði í a- og b-flokkum á Boðsmóti T.R. Í fyrstu umferð í a-flokki mætast m.a. tveir stigahæstu menn mótsins, en Esben Lund hefur hvítt á Jón Viktor Gunnarsson. Nánari upplýsingar um töfluröðun og Boðsmótið má nálgast á heimasíðu mótsins.

Lesa meira »

Arnar hraðskákmeistari Íslands

Arnar E. Gunnarsson, alþjóðlegur meistari úr T.R., er Hraðskákmeistari Íslands 2007 eftir sigur á Hraðskákmóti Íslands, sem fór fram í Bolungarvik í gær. Hann hlaut 17.5 vinning, en tveir TRingar, Helgi Áss Grétarsson (fráfarandi Hraðskákmeistari Íslands) og Þröstur Þórhallsson, komu næstir með 17 vinninga. Arnar er einnig atskákmeistari Íslands og Reykjavíkur. Af aukaverðlaunum má nefna, að stjórnarmaðurinn og heiðursfélagi T.R., Ólafur ...

Lesa meira »

Boðsmótið hefst á mánudag

Boðsmót T.R. 2007 hefst á mánudag, bæði í a- og b-flokkum. Að þessu sinni er um tvo lokaða flokka að ræða, en a-flokkur er alþjóðlegur, því þar taka erlendir kappar þátt. Nánari upplýsingar um mótið, dagskrá og keppendur má finna á heimasíðu mótsins hér á T.R. síðunni. Boðsmótið hefur verið haldið frá 1976, en sigurvegari síðasta árs var Lenka Ptacnikova ...

Lesa meira »

Laugalækjaskóli Norðurlandameistari

Af www.skak.is Skáksveit Laugalækjaskóla, sem skipuð er TR-ingum, vann öruggan sigur á Norðurlandamóti grunnskólasveita, sem lauk í morgun í Lavia í Finnlandi.   Í lokaumferðinni vannst öruggur 4-0 á danskri sveit.  Sveitin fékk 16,5 vinning eða heilum 5 vinningum meira en næsta sveit!   Glæsilegur árangur hjá piltunum og liðsstjóra þeirra Torfa Leóssyni, sem hefur náð mjög góðum árangri með sveitina. ...

Lesa meira »

Árni Ármann Árnason farinn til Bolungarvíkur

Árni Ármann Árnason, fyrrv. formaður Taflfélags Reykjavíkur, er genginn í Taflfélag Bolungarvíkur. T.R. þakkar Árna unnin störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum stað.

Lesa meira »

Hannes Íslandsmeistari í 9. sinn

Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistari úr T.R., hefur varið Íslandsmeistaratitilinn, einu sinni enn, en hann er nú Íslandsmeistari í 9. skipti og hefur haldið titlinum frá 2001. Þetta skiptið var sigurinn með tæpasta móti, en harkan skilaði Hannesi alla leið. Taflfélagið óskar Hannesi til hamingju með sigurinn. Röð efstu manna var: 1. Hannes Hlífar Stefánsson T.R. 8/112. Stefán Kristjánsson T.R. 7.5/113, ...

Lesa meira »

9, umferð á Skákþinginu

Jæja, sá sem þetta ritar hefði getað náð áfanga að IM titli með sigri í dag gegn Braga Þorfinnssyni, en lék sig í mát skyndilega í tímahrakinu. Sárgrætilegt. En jæja, úrslit urðu annars þessi. Round 9 on 2007/09/06 at 17:00 SNo.   Name Rtg Res.   Name Rtg SNo. 5 FM Snorri Bergsson 2301 0-1 IM Bragi Thorfinnsson 2389 12 ...

Lesa meira »