Author Archives: Þórir

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 9. maí

20170412_200710

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 9. maí í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga. Þátttökugjald er kr. ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Sigurbjörn og Þorvarður enn efstir – Berjast um titilinn

20180425_193325

Þegar ein umferð lifir af Skákmóti öðlinga eru Fide-meistarinn Sigurbjörn J. Björnsson (2278) og Þorvarður F. Ólafsson (2176) efstir og jafnir með 5,5 vinning en báðir lögðu þeir sinn andstæðing í sjöttu og næstsíðustu umferð sem fór fram í gærkveld. Sigurbjörn tefldi af öryggi með hvítu gegn stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu (2200), vann peð og mjakaði c-peði sínu rólega fram ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Sigurbjörn og Þorvarður efstir

20180418_193650

Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278) er efstur ásamt Þorvarði F. Ólafssyni (2176) með 4,5 vinning þegar fimm umferðum er lokið á Skákmóti öðlinga. Stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2200), kemur næst með 4 vinninga líkt og Haraldur Baldursson (1949). Í fimmtu umferð, sem fór fram síðastliðið miðvikudagskvöld, lagði Sigurbjörn Jóhann H. Ragnarsson (1985) nokkuð örugglega í vel útfærðri sóknarskák. Þorvarður hafði betur ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Hörð barátta framundan – þrír efstir og jafnir

20180321_200726

  Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278), Þorvarður F. Ólafsson (2176) og stórmeistari kvenna Lenka Ptacnikova (2200) eru efst og jöfn með 3,5 vinning þegar fjórum umferðum af sjö er lokið í Skákmóti öðlinga. Í fjórðu umferð lagði Sigurbjörn Ögmund Kristinsson (2010) nokkuð örugglega og þá hafði Þorvarður betur gegn Kristni J. Sigurþórssyni (1744) eftir laglega fléttu. Lenka tók yfirsetu og mun ...

Lesa meira »

Gunnar Erik sigraði á lokamóti Bikarsyrpu TR

Örn, Gunnar og Benedikt.

Gunnar Erik Guðmundsson (1553) kom, sá og sigraði á fimmta og síðasta móti Bikarsyrpunnar þennan veturinn en teflt var í Skákhöll TR um nýliðna helgi. Gunnar hlaut 6 vinninga í skákunum sjö en í öðru sæti með 5,5 vinning var Benedikt Þórisson (1291) . Fimm keppendur komu jafnir í mark með 5 vinninga; Örn Alexandersson (1481), Árni Ólafsson (1275), Rayan ...

Lesa meira »

Lokamót Bikarsyrpu TR hafið

20180406_174613

36 keppendur eru skráðir til leiks í fimmta og síðasta mót vetrarins í Bikarsyrpu TR sem er næstamesta þátttaka frá upphafi. Fyrsta umferð fór fram í dag og báru krakkarnir sig afar fagmannlega að við skákborðin enda mörg hver orðin reynd í bransanum. Venju samkvæmt samanstendur keppendalistinn af mjög reynslumiklum krökkum í bland við aðra sem eru að stíga sín ...

Lesa meira »

Öðlingamótið: Lenka með fullt hús

IMG_9899

Þegar þremur umferðum er lokið í Skákmóti öðlinga er stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova (2200), ein efst með fullt hús vinninga. Þriðja umferð fór fram í gærkveld þar sem Lenka lagði Hrafn Loftsson (2169) í baráttuskák. Fimm keppendur koma næstir með 2,5 vinning, þ.á.m. Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278) og Þorvarður F. Ólafsson (2176) en þeir gerðu átakalítið jafntefli sín í milli í ...

Lesa meira »

Lokamót Bikarsyrpu TR fer fram helgina 6.-8. apríl

20180218_160325

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Líf og fjör á Páskaeggjamóti TR

20180325_130156

Hann var fjörugur í gær, sunnudagurinn í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur því strax að loknum æfingatíma framhaldshópsins hjá Birni Ívari var flautað til leiks í Páskaeggjamóti félagsins þetta árið. Tæplega 30 börn úr 1.-3. bekk báru páskaandann í skauti sér er þau gengu hvert af öðru inn á keppnisvöllinn með blik eftirvæntingar í augum yfir því að hefja leik á hinum ...

Lesa meira »

Öðlingamótið hafið

20180321_200746

Tæplega 40 keppendur eru skráðir í Skákmót öðlinga sem hófst í gærkveld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur en sú þátttaka er með betra móti hin síðari ár. Stigahæstur keppenda er Kristján Guðmundsson (2289) sem er margreyndur þrátt fyrir langa fjarveru frá skákborðinu. Skammt undan er Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson (2278) sem hafnaði á dögunum í 3.-4. sæti á Skákþingi Reykjavíkur. Þá er ...

Lesa meira »

Skákmót öðlinga hefst miðvikudaginn 21. mars

20170329_205703

Skákmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 21. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina  auk 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik. Núverandi Skákmeistari öðlinga er Björgvin Víglundsson. Dagskrá: 1. umferð miðvikudag 21. mars kl. 19.30 2. umferð miðvikudag 28. mars kl. 19.30 3. umferð miðvikudag 4. apríl kl. 19.30 ...

Lesa meira »

Sæmundur unglingameistari og Freyja stúlknameistari Reykjavíkur

20180225_154959_001

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 25. febrúar í hinu besta vetrarveðri. Þátttaka var með ágætum, en samtals tóku 49 krakkar þátt, 34 í opnum flokki og 15 í stúlknaflokki. Setti það og góðan brag á mótið að 12 norsk ungmenni tóku þátt. Mótshaldið gekk vel, keppendur sýndu fyrirmyndar framkomu og ...

Lesa meira »

Skákir Bikarsyrpunnar aðgengilegar

IMG_9684

Daði Ómarsson hefur slegið inn skákirnar úr fjórða móti Bikarsyrpu TR sem fram fór á dögunum. Skákunum má hlaða niður á pgn formi hér. Hægt er að skoða skákirnar í öllum helstu skákforritum. Þá er hægt að skoða skákirnar á netinu með því að hlaða skránni upp, t.d. hér en einnig má sækja sér ókeypis forrit á borð við Chessbase Reader ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur fer fram á sunnudaginn

20170226_164520

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 25. febrúar í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og stendur til ca. kl. 17. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10+5). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð ...

Lesa meira »

Háteigsskóli, Rimaskóli og Ölduselsskóli Reykjavíkurmeistarar grunnskóla

20180219_184113

Reykjavíkurmót grunnskólasveita fór fram mánudagana 12. febrúar og 19. febrúar í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur sem heldur mótið í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Mótið var nú með nýju fyrirkomulagi þar sem skipt var í þrjá flokka; 1.-3. bekk, 4.-7. bekk og 8.-10. bekk. Sigurvegarar í flokki 1.-3. bekkja var Háteigsskóli, í flokki 4.-7. bekkja sigraði Rimaskóli og í flokki ...

Lesa meira »

Gunnar Erik sigraði á fjórða móti Bikarsyrpunnar

20180217_130232

Blikapilturinn öflugi, Gunnar Erik Guðmundsson (1491), varð efstur keppenda á Bikarsyrpumóti helgarinnar en hann hlaut 6,5 vinning í skákunum sjö. Kristján Dagur Jónsson (1284) og Batel Goitom Haile (1421) komu jöfn í mark í 2.-3. sæti með 5,5 vinning en Kristján hlaut annað sætið eftir stigaútreikning. Batel hlaut að auki stúlknaverðlaun. Gestur Andri Brodman (0) og Adam Omarsson (1068) komu ...

Lesa meira »

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur verður haldið sunnudaginn 25. febrúar

20170226_133100

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 25. febrúar í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.13 og stendur til ca. kl. 17. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10+5). Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga. Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð ...

Lesa meira »

Reykjavíkurmót grunnskólasveita: Keppni 4.-7. og 8.-10. bekkja fer fram mánudaginn 19. febrúar

20171203_124857

Reykjavíkurmót grunnskólasveita heldur áfram í húsnæði TR að Faxafeni 12 mánudaginn 19. febrúar kl. 16.30 með keppni 4.-7. bekkja og kl. 19.30 með keppni 8.-10. bekkja. Mótið er sem fyrr samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur. Mótinu verður skipt í þrennt að þessu sinni; 1.-3. bekkur, 4.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hverja skák og bætast 3 sekúndur ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR heldur áfram um næstu helgi

20171027_174611

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Hilmir Freyr Norðurlandameistari!

pmbanneri

Hilmir Freyr Heimisson varð um helgina Norðurlandameistari í skák þegar hann varð efstur í sínum aldursflokki á Norðurlandamótinu sem fór fram í Finnlandi. Hilmir keppti í næstelsta aldursflokknum, flokki ungmenna fæddum 2001-2002, en hann var fimmti í stigaröð keppenda. Hilmir hlaut 5 vinninga í skákunum sex og var hálfum vinningi á undan næsta keppanda, þeim stigahæsta í flokknum. Sannarlega glæsilegur ...

Lesa meira »