Author Archives: Þórir

Bikarsyrpan hafin

20170825_175146

Bikarsyrpa TR hófst í dag þegar 18 ungmenni settust niður tilbúin að stýra sínum 16 manna her um hina 64 köflóttu reiti. Keppendalistinn samanstendur af krökkum sem eru nú þegar komin með allnokkra reynslu af þátttöku í skákmótum en stigahæstur þeirra er Blikapilturinn öflugi, Gunnar Erik Guðmundsson (1350). Úrslit fyrstu umferðar voru á þann veg að sá stigahærri sigraði þann ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst í dag kl. 17.30

IMG_9208

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst næstkomandi föstudag

IMG_8798

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Haustmót TR hefst miðvikudaginn 6. september

autumn-1072827_960_720

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2017 hefst miðvikudaginn 6. september kl. 19.30. Mótið, sem er hið 84. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt, öllum opið og verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða þrjár umferðir á viku og eru ...

Lesa meira »

Hjörvar Steinn sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns og TR

20170820_153000

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson kom, sá og sigraði á Stórmóti Árbæjarsafns og TR sem fram fór í gær, sunnudag. Teflt var í blíðskaparveðri í fallegu umhverfi Árbæjarsafns, nánar tiltekið Kornhúsinu, sem byggt var á Vopnafirði um 1820 og gegndi m.a. hlutverki verslunarhúsnæðis og þá bjó þar Kristján Jónsson Fjallaskáld síðasta æviár sitt. Tefldar voru átta umferðir og lagði hinn öflugi stórmeistari, sem ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR fer fram á sunnudaginn

arbaejarsafn_kornhus

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst. Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín á  skák auk 2 sek á hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 ...

Lesa meira »

Bikarsyrpa TR hefst föstudaginn 25. ágúst

IMG_8798

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stað fjórða árið í röð. Líkt og síðastliðinn vetur verða mót syrpunnar fimm talsins og verða tefldar sjö umferðir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR að Faxafeni 12. Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák þá er gott að byrja sem fyrst ...

Lesa meira »

Bragi hlaut 5 af 9 í Riga

HTR_2015_R4-29

Alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson (2461) sat á dögunum að tafli í alþjóðlegu móti sem haldið var í höfuðborg Lettlands, Riga. Bragi tefldi í fjölmennum efsta flokki mótsins þar sem fjöldi keppenda var yfir 300, þar af 42 stórmeistarar, en Bragi var númer 55 í stigaröðinni. Eftir kröftuga byrjun þar sem hann nældi í 3,5 vinning í fyrstu fjórum skákunum hægðist nokkuð ...

Lesa meira »

Stórmót Árbæjarsafns og TR fer fram sunnudaginn 20. ágúst

checkmate-1511866_960_720

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst. Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín á  skák auk 2 sek á hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 ...

Lesa meira »

Aron Þór og Alexander Oliver gerðu það gott á Ítalíu

12345

Hinir vösku bræður Aron Þór Mai (2039) og Alexander Oliver Mai (1875) tóku á dögunum þátt í opnu móti í Bergamo á Norður-Ítalíu. Aron tefldi í A-flokki þar sem hann var númer 54 í stigaröð keppenda sem voru alls 67 talsins, þ.á.m. sjö stórmeistarar. Alexander tefldi í B-flokki þar sem hann var númer 12 í stigaröð keppenda sem voru alls ...

Lesa meira »

EM einstaklinga: Guðmundur lauk keppni með 5 vinninga

otkrytie1

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2464) hlaut 5 vinninga í 11 skákum á Evrópumóti einstaklinga sem fram fór í Minsk, Hvíta-Rússlandi, dagana 30. maí – 10. júní. Sigur vannst í þremur viðureignum, fjórum lauk með jafntefli og öðrum fjórum með ósigri. Árangur Guðmundar samsvarar 2365 Elo-stigum og lækkar hann um 5 stig. Í níundu umferð gerði Gummi gott jafntefli við úkraínska ...

Lesa meira »

EM einstaklinga: Guðmundur með fjóra af átta

4turec_16

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2464) heldur ótrauður áfram taflmennsku á fjölmennu og sterku Evrópumóti sem fer fram þessa dagana í Minsk, Hvíta-Rússlandi. Þegar átta umferðum af ellefu er lokið hefur Guðmundur 4 vinninga. Í fimmtu umferð gerði hann gott jafntefli við rússneska stórmeistarann Boris Savchenko (2634) en í þeirri sjöttu beið hann lægri hlut fyrir ítalska stórmeistaranum Daniele Vocaturo (2604). ...

Lesa meira »

Guðmundur með 50% vinningshlutfall á Evrópumótinu

minsk2017eng

Fjórum umferðum af ellefu er nú lokið á Evrópumótinu í skák sem fram fer í Minsk í Hvíta-Rússlandi. Eins og áður var ritað beið alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson (2464) lægri hlut fyrir úkraínska stórmeistaranum Alexander Moiseenko (2677) í fyrstu umferð en sá sigraði einmitt á Evrópumótinu 2013. Í annari umferð sigraði Guðmundur síðan heimamanninn Valiantsin Yezhel (2156) og slíkt hið ...

Lesa meira »

Guðmundur hefur leik á EM einstaklinga

maxresdefault

Aljóðlegi meistarinn og nýkrýndur Íslandsmeistari Guðmundur Kjartansson (2437) er á meðal þátttakenda í sterku og fjölmennu Evrópumóti einstaklinga sem fram fer í Minsk, Hvíta-Rússlandi, dagana 30. maí – 10. júní. Alls eru keppendur tæplega 400 talsins og er Guðmundur númer 220 í stigaröðinni. Hvorki fleiri né færri en 171 stórmeistari tekur þátt í mótinu, þar af níu sem hafa meira ...

Lesa meira »

Guðmundur Kjartansson Íslandsmeistari í skák 2017

gkja17

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson varð í dag Íslandsmeistari í skák 2017 þegar hann lagði stórmeistarann Héðinn Steingrímsson í úrslitaskák í níundu og síðustu umferð Íslandsmótsins. Er þetta í annað sinn sem Guðmundur verður Íslandsmeistari og er árangur hans sannarlega eftirtektarverður. Átta vinningar í skákunum níu og árangur sem reiknast upp á 2723 Elo-stig gefur til kynna að ekki er langt í ...

Lesa meira »

Helgi Áss er Hraðskákmeistari öðlinga 2017

IMG_9247

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson bar sigur úr býtum á Hraðskákmóti öðlinga sem fór fram í gærkveld en hann lauk keppni með fullt hús vinninga í skákunum sjö. Helgi er því Hraðskákmeistari öðlinga á jómfrúarári sínu sem háttvirtur öðlingur. Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson koma annar í mark með 5,5 vinning en Ingvar er sömuleiðis á sínu fyrsta ári í Öðlingamótunum. Jafnir ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram í kvöld

IMG_8111

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem ...

Lesa meira »

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl

IMG_8111

Hraðskákmót öðlinga fer fram miðvikudaginn 12. apríl í félagsheimili TR að Faxafeni 12. Mótið hefst kl. 19.30 og er opið fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín + 2 sek á leik (umferðum kann að vera fjölgað í níu ef næg þátttaka verður).  Í lok mótsins fer fram verðlaunaafhending fyrir Hraðskákmótið sem og Skákmót öðlinga sem ...

Lesa meira »

Björgvin Víglundsson Öðlingameistari og Íslandsmeistari 50 ára og eldri

20170331_195217

Björgvin Víglundsson er Skákmeistari öðlinga 2017 sem og Íslandsmeistari skákmanna 50 ára eldri en Skákmóti öðlinga lauk síðastliðið föstudagskvöld í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni. Í spennandi lokaumferð sigraði Björgvin Þór Valtýsson og lauk leik með 6 vinninga af sjö mögulegum, jafnmarga vinninga og Fide-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sem lagði Siguringa Sigurjónsson. Hlýtur Björgvin efsta sætið að loknum stigaútreikningi (tiebreaks). ...

Lesa meira »