Author Archives: Kjartan Maack

Svartur gaf vel í toppbaráttu Haustmótsins í gær – Stórslagur titilhafa á sunnudag

20170913_193639

Fjórir skákmenn eru efstir á og jafnir á Haustmótinu með fjóra vinninga eftir fimm umferðir; IM Einar Hjalti Jensson (2362), GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2567), FM Oliver Aron Jóhannesson (2272) og Jóhann H. Ragnarsson (2032). Ónefndur sterkur skákmaður sagði eitt sinn að betra væri að vera með hvítt í skák. Það kann að vera rétt, en það var þó ekki ...

Lesa meira »

Friðsamt á efstu borðum Haustmótsins

20170913_193639

Einar Hjalti Jensson (2362) og Magnús Pálmi Örnólfsson (2227) eru efstir og jafnir á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur að loknum 4 umferðum með 3,5 vinning. Á hælum þeirra með 3 vinninga eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2567), Þorvarður Fannar Ólafsson (2164), Oliver Aron Jóhannesson (2272), Jóhann H. Ragnarsson (2032) og Björgvin Víglundsson (2137). Einar Hjalti tók yfirsetu í 4.umferð og missti þar ...

Lesa meira »

Einar Hjalti Jensson einn efstur á Haustmótinu

20170910_174838

Það var hart barist á flestum borðum í dag er 3.umferð Haustmótsins var tefld. Á 1.borði og 3.borði náðu keppendur jafntefli gegn stigahærri andstæðingi og á 5.borði vann stigalægri keppandinn. Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) vann peð snemma tafls á efsta borði gegn Magnúsi Pálma Örnólfssyni (2227) og héldu gestir á kaffistofunni að stórmeistarinn myndi landa sigri í kjölfarið. Magnús Pálmi ...

Lesa meira »

Sex með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðir Haustmótsins

IMG_8863

Lítið var um óvænt úrslit í 2.umferð Haustmótsins sem fram fór síðastliðið föstudagskvöld. Á efsta borði lagði stórmeistarinn eitilharði Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) hinn litríka Kristján Örn Elíasson (1869) að velli með hvítu mönnunum á meðan alþjóðlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson (2362) stýrði svarta hernum til sigurs gegn Herði Aroni Haukssyni (1859). Titilhafarnir Hjörvar Steinn og Einar Hjalti eru því ...

Lesa meira »

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hafið

checkmate-1511866_960_720

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur, hið 84. í röðinni, hófst síðastliðið miðvikudagskvöld. Keppendur að þessu sinni eru 30 talsins og er þetta fámennasta Haustmótið um árabil, en margir íslenskir skákmenn eru uppteknir á öðrum vígstöðvum á þessum annasömu haustmánuðum. Þó mótið sé fámennt þá er það sannarlega góðmennt enda skipað fjölmörgum skemmtilegum skákmönnum. Þrír titilhafar eru á meðal keppenda; stórmeistarinn og skákþjálfarinn ...

Lesa meira »

Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur – Haustönn 2017

IMG_8942

Haustönn Taflfélags Reykjavíkur hefst formlega laugardaginn 2.september en þá byrja byrjendaæfingar, stúlknaæfing og almenna æfingin. Framhaldsæfingar hefjast þriðjudaginn 29.ágúst. Afreksæfingar eru hins vegar þegar hafnar. Haustönninni lýkur með jólahátíð barna 9.desember. Æfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á æfingum félagsins fá börnin markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson (Brim) sigraði á Borgarskákmótinu

20170814_180925

Fréttin birtist fyrst á vef Skákfélagsins Hugin Alþjóðlegi meistarinn Arnar Gunnarsson sem tefldi fyrir Brim og Fide meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson sem tefldi fyrir Grillhúsið Tryggvagötu voru efstir og jafnir með 6,5 vinninga á 32. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 14. ágúst sl. Arnar var hálfu stigi hærri en Ingvar í fyrsta stigaútreikningi og því sigurvegari að þessu sinni með fyrirtækinu ...

Lesa meira »

Björn Ívar Karlsson í þjálfarateymi Taflfélags Reykjavíkur

Björn Ívar Karlsson

Taflfélag Reykjavíkur hefur ráðið Björn Ívar Karlsson sem þjálfara framhaldshóps félagsins. Björn Ívar hefur FIDE þjálfaragráðu og er einn reyndasti skákþjálfari landsins. Hann hefur unnið með mörgum af efnilegustu skákbörnum landsins undanfarin ár, auk þess sem hann er landsliðsþjálfari kvenna. Þá er Björn Ívar höfundur kennsluefnis sem finna má á hinum veglega skákvef skakkennsla.is en þar er að finna yfir 100 ...

Lesa meira »

Mótaáætlun TR starfsárið 2017-2018

20170723_214913

Mótaáætlun Taflfélags Reykjavíkur fyrir starfsárið 2017-2018 liggur nú fyrir og geta áhugasamir nálgast hana á heimasíðu félagsins. Það reyndist þrautin þyngri að koma öllum taflmótum TR fyrir á starfsárinu sem senn hefst, enda umsvif félagsins mikil. Þá er óvenju mikið annríki á haustmánuðum hjá íslenskum skákmönnum, bæði innanlands sem utan. TR stendur fyrir 30 formlegum skákmótum næsta vetur og eru ...

Lesa meira »

Aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur endurkjörin

Taflfelag_RV_Logo

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn í gærkvöldi í salarkynnum félagsins. Kjartan Maack var endurkjörinn formaður og verður aðalstjórn félagsins óbreytt næsta starfsár. Nokkrar breytingar urðu á varastjórninni því Daði Ómarsson, Jon Olav Fivelstad og Björgvin Víglundsson koma nýir inn í stað þeirra Veroniku Steinunnar Magnúsdóttur, Þorvarðs Fannars Ólafssonar og Birkis Bárðarsonar. Aðalstjórn Taflfélags Reykjavíkur starfsárið 2017-2018 skipa Kjartan Maack, Þórir ...

Lesa meira »

Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur 28.júní kl.20

Taflfelag_RV_Logo

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur boðar til aðalfundar í samræmi við 10.gr laga félagsins. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 28.júní og hefst kl.20:00 í húsnæði félagsins að Faxafeni 12. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Virðingarfyllst, Stjórn Taflfélags Reykjavíkur

Lesa meira »

Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur frestað

20170208_203734

Boðsmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem fyrirhugað var um næstu helgi, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna dræmrar skráningar. Dræm skráning í Boðsmótið bendir til þess að á meðal skákmanna sé lítil eftirspurn eftir skákmóti sem þessu á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma. Eitt af keppikeflum Taflfélags Reykjavíkur er að koma til móts við óskir skákmanna og því verður að teljast líklegt að ...

Lesa meira »

Mikið fjör í Sumarskóla Taflfélags Reykjavíkur

WP_20170613_011

Sumarskóli Taflfélags Reykjavíkur hófst á ný síðastliðinn mánudag og hefur skáksalurinn iðað af lífi alla vikuna. Sumarskólinn er nú starfræktur annað árið í röð og sem fyrr er það alþjóðlegi meistarinn Bragi Þorfinnsson sem slær taktinn. Þátttaka hefur aukist verulega frá því sem var í fyrra og er það mikið gleðiefni að sjá hve mikinn áhuga börnin hafa á því ...

Lesa meira »

Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur endurvakið 23.-25.júní

20170208_203734

Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur á sér yfir 40 ára langa sögu en mótið hefur legið í dvala síðasta áratuginn. Nú hefur stjórn T.R. ákveðið að endurlífga Boðsmótið í formi helgarskákmóts. Boðsmót T.R. hefur því göngu sína á ný föstudaginn 23. júní kl. 19:30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska-kerfinu og verða tefldar atskákir í bland við ...

Lesa meira »

Arnar Gunnarsson hlutskarpastur á Meistaramóti TRUXVA

20170606_233905

Alþjóðlegi meistarinn Arnar Gunnarsson sigraði á afar glæsilegu Hraðskákmeistaramóti Truxva sem fram fór annan í Hvítasunnu, þeim merkilega degi. Arnar fékk 10 vinninga af 11 mögulegum sem verður að teljast mjög gott á svo sterku móti. Það hafði lengi verið í umræðunni hjá Truxva, ungliðahreyfingu TR, að halda mót þar sem sterkum TR-ingum yrði boðið að taka þátt ásamt Truxvunum. ...

Lesa meira »

Meistaramót Truxva í hraðskák fer fram 5.júní

20170208_203734

Truxvi, ungliðahreyfing Taflfélags Reykjavíkur, heldur meistaramót sitt í hraðskák næstkomandi mánudag og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 4+2 og verður mótið reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga. Mótið er opið öllu því vaska skákfólki sem mætt hefur á afreksæfingar Daða Ómarssonar síðastliðinn vetur ásamt því sem öllum TR-ingum, ungum sem öldnum, sem einhvern tímann hafa rofið ...

Lesa meira »

Íslandsmeistarinn skýrir frá leyndardómum velgengni sinnar

Guðmundur_Kjartansson2

Skákmeistarinn geðþekki, Guðmundur Kjartansson, sem á dögunum varð Íslandsmeistari í skák eftir æsispennandi lokasprett og frábærlega vel teflda úrslitaskák, hyggst veita skákáhugamönnum innsýn í hugarheim sinn miðvikudagskvöldið 24.maí kl.20-22 í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Guðmundur ætlar að skýra úrslitaskák Íslandsmótsins fyrir gestum, en þar stýrði hann hvítu mönnunum gegn stórmeistaranum Héðni Steingrímssyni og þurfti Guðmundur nauðsynlega sigur til þess að tryggja sér ...

Lesa meira »

Mikið fjör á Vorhátíð Taflfélags Reykjavíkur

20170513_160230

Laugardaginn 13. maí fór fram vorhátíðarskákæfing TR í taflheimili félagsins í Faxafeni. 35 skákkrakkar úr öllum skákhópum félagsins mættu á sameiginlega lokaæfingu. Þetta var sannkölluð uppskeruhátíð. Fyrst var teflt 6 umferða skákmót, Uppskerumót TR, með umhugsunartímanum 5+3. Síðan fór fram verðlaunaafhending fyrir ástundun og árangur á æfingum félagsins á vorönninni. Að lokum fór fram verðalaunaafhending fyrir Uppskerumótið og í kjölfarið ...

Lesa meira »

Vorhátíð TR haldin laugardaginn 13.maí kl.14-16

IMG_8942

Vorhátíð TR verður haldin næstkomandi laugardag þann 13.maí og hefst fjörið klukkan 14. Vorhátíðin er einskonar uppskeruhátíð allra þeirra barna sem mætt hafa á æfingar Taflfélags Reykjavíkur á þessari vorönn. Öllum börnum sem hafa sest að tafli á byrjendaæfingum, stúlknaæfingum, framhaldsæfingum, afreksæfingum eða á sjálfri Laugardagsæfingunni er velkomið að taka þátt í hátíðinni með okkur. Einnig öll þau börn sem ...

Lesa meira »

Páskaeggjasyrpan: Háspenna og dramatík á þriðja mótinu

20170409_133753

Þriðja og síðasta mótið í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur fór fram í dag og var það fjölmennasta mótið til þessa. Toppbarátta beggja flokka var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í lokaumferðinni. Einnig skapaðist mikil spenna yfir því hver myndi hljóta flesta vinninga samanlagt í mótunum þremur. Sú spenna komst þó ekki í hálfkvisti við spennuna sem ...

Lesa meira »