Author Archives: Kjartan Maack

Skákæfingar laugardaginn 19.nóv

IMG_4470

Nær allar skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru á sínum hefðbundnu tímum á morgun, laugardaginn 19.nóvember. Vegna Íslandsmóts unglingasveita sem fyrirhugað er þennan sama dag mun þó Afreksæfing A falla niður. Nánari upplýsingar um æfingar og tímasetningar má nálgast hér.

Lesa meira »

Vignir Vatnar unglingameistari TR – Batel stúlknameistari

8D54C1F9-80C0-4B7D-8C85-F03EF197B51A

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 13. nóvember, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í tveimur flokkum, opnum flokki og stúlknaflokki og voru 7 umferðir tefldar með 15 mínútna umhugsunartíma á skák. Skákmótið var opið fyrir keppendur 15 ára og yngri og voru þátttakendurnir 41, 27 í opnum flokki og 14 í stúlknaflokki. Veitt voru ...

Lesa meira »

Jólaskákmót TR og SFS fer fram 27-28.nóvember

jola_tr_sfs_2014-74

Jólaskákmót Taflfélags Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur verður haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 dagana 27.-28.nóvember. Sem fyrr verður mótinu skipt í tvo hluta; yngri flokkur (1.-7.bekkur) og eldri flokkur (8.-10.bekkur). Tefldar verða 6 umferðir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 10 mín fyrir hverja skák. Þátttökurétt hafa börn úr grunnskólum Reykjavíkur í 1.-10.bekk. Mikilvægt er að liðsstjóri ...

Lesa meira »

Skákæfingar laugardaginn 5.nóvember

Mot1-42

Vegna Bikarsyrpunnar og Bikarmóts stúlkna sem fara fram um þessa helgi þá fellur stúlknaæfing niður á laugardag, sem og skákæfingin sem vanalega hefst kl.14. Byrjendaæfingarnar verða hins vegar á hefðbundnum tímum á laugardag og Afreksæfingar A og B sömuleiðis á hefðbundnum tímum á laugardag og sunnudag.

Lesa meira »

Vignir Vatnar hlutskarpastur á Geðheilbrigðismótinu

Photo-13-10-2016-20-25-15

Hið árlega Geðheilbrigðismót var haldið í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur nýverið og bar Vinaskákfélagið hitann og þungann af mótshaldinu ásamt Skákfélaginu Hróknum. Þátttakendurnir 32 tefldu sjö umferðir með 7 mínútum á klukkunni. Vignir Vatnar Stefánsson, sem hefur farið mikinn á haustmánuðum, vann mótið næsta örugglega með 6,5 vinning í 7 skákum. Skákfrömuðurinn Stefán Steingrímur Bergsson hlaut 5,5 vinning og jafnir honum að ...

Lesa meira »

Íslandsmót skákfélaga – fyrri hluti (barnasveitir)

deildo1617_haust_2

Taflfélag Reykjavíkur sendi tvær barnasveitir til leiks í Íslandsmót skákfélaga þetta haustið. Alls tefldu 20 börn með sveitunum tveimur og var árangurinn framar vonum. A-sveitin var skipuð reynslumiklum börnum sem hafa öll teflt í kappskákmótum undanfarin ár. Það reyndist mikilvægt því sveitin mætti mjög sterkum andstæðingum og því var á brattan að sækja. Liðið sýndi og sannaði getu sína og hæfileika með ...

Lesa meira »

Íslandsmót skákfélaga – fyrri hluti (A-E sveitir)

deildo1617_haust_1

Gauti Páll Jónsson skrifar   Taflfélag Reykjavíkur tefldi fram átta liðum þetta árið; A-E lið í deildunum fjórum og tveimur barna- og unglingaliðum í fjórðu deild. Í fyrstu deildinni eru A og B-liðin, en það varð niðurstaðan eftir að C-liðið komst upp í fyrstu deild meðan B-liðið fór niður í aðra deild í fyrra. A-sveitin er rétt eins og síðast örfáum ...

Lesa meira »

Ingvar Þór sigurvegari Haustmótsins – Vignir Vatnar skákmeistari TR

IMG_4429

Haustmót Taflfélags Reykjavíkur sem lauk nýverið var hið 80. í röðinni. Fyrsta mótið var haldið árið 1934 en á stríðsárunum féll mótið þrívegis niður. Haustmótið er meistaramót Taflfélags Reykjavíkur og hafa margir fræknir skákmenn hlotið sæmdarheitið Skákmeistari TR. Má þar helsta nefna -í engri sérstakri röð- stórmeistarana Friðrik Ólafsson, Margeir Pétursson, Guðmund Sigurjónsson, Jóhann Hjartarson, Jón Loft Árnason, Helga Ólafsson, Hannes ...

Lesa meira »

Mikið um dýrðir er Æskan og Ellin var haldin í 13.sinn

IMG_3700

Hið vinsæla skákmót Æskan og Ellin var haldið í þrettánda sinn um nýliðna helgi í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Keppendur að þessu sinni voru alls 62 og skiptist fjöldinn nokkuð jafnt á milli þeirra eldri og þeirra yngri. Í fyrra stóð fulltrúi ellinnar, Sævar Bjarnason, uppi sem sigurvegari. Sigurvegari mótsins í ár kom hins vegar úr röðum æskunnar, og leyfði pilturinn ...

Lesa meira »

Omar Salama kom, sá og sigraði á Hraðskákmóti TR

IMG_4429

Þeir 38 galvösku skákmenn sem mættu í Faxafenið til þess að tefla á Hraðskákmóti TR létu varnaðarorð fjölmiðla um allmikið hvassviðri ekki stöðva sig. Það var handagangur í öskjunni í öllum umferðunum ellefu því nýju tímamörkin, 3+2, reyndust mörgum erfið viðureignar. Hraðinn var mikill og darraðardansinn sem stiginn var í tímahrakinu var hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Þó einhverjum þættu tímamörkin ...

Lesa meira »

Hraðskákmót TR á miðvikudagskvöld – reiknað til stiga

Hradskakmot_TR_2015-1

Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið í húsnæði félagsins að Faxafeni 12 miðvikudaginn 19.október kl. 19:30. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 3 mínútur auk þess sem 2 sekúndur bætast við eftir hvern leik (3+2). Þessi tímamörk eru þau sömu og FIDE notar í heimsmeistaramótinu í hraðskák. Mótið verður jafnframt reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Þátttökugjald er 1000kr fyrir 16 ára og eldri, en 500kr ...

Lesa meira »

Ingvar Þór Jóhannesson sigurvegari Haustmótsins

htr

Ingvar Þór Jóhannesson vann skák sína gegn Gauta Páli Jónssyni í 9.umferð Haustmótsins og um leið tryggði hann sér sigur í A-flokki. Dagur Ragnarsson varð annar og Vignir Vatnar Stefánsson lauk keppni í þriðja sæti. Vignir Vatnar er jafnframt nýr skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Lokastaða A-flokks: Rk. Name Rtg FED 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Pts.  TB1 ...

Lesa meira »

FM Vignir Vatnar Stefánsson hélt sjó í erfiðri stöðu

IMG_4160

Faxafenið lék á reiðiskjálfi í kvöld er 8.umferð Haustmótsins var tefld. Ólafur Evert Úlfsson tryggði sér sigur í Opnum flokki og þeir Ingvar Þór Jóhannesson og Aron Þór Mai eru í kjörstöðu í sínum flokkum fyrir lokaumferð mótsins. Þá gerði Vignir Vatnar Stefánsson sér lítið fyrir og fór yfir 2300 stiga múrinn og tryggði sér um leið langþráðan FM titilinn. ...

Lesa meira »

Verður Vignir Vatnar næsti skákmeistari TR?

IMG_4203

Hann var góður vöffluilmurinn sem tók á móti skákmönnum í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í gærkvöldi er 7.umferð Haustmótsins var tefld. Birna í Birnukaffi mætir alltaf vel undirbúin í hverja umferð og er hún nú langstigahæsti skákbakari og uppáhellari landsins. Þeir mættu einhverjir skákmennirnir taka sér Birnu til fyrirmyndar hvað undirbúning varðar. Ingvar Þór Jóhannesson, Aron Þór Mai og Ólafur Evert Úlfsson ...

Lesa meira »

Æskan og Ellin fer fram 22.október

AeskanOgEllin_2015-118

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í 13. sinn laugardaginn 22. október í Skákhöllinni í Faxafeni. TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR og RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu, með stuðningi TOPPFISKS ehf – leiðandi fyrirtækis í ferskum og frystum sjávarafurðum – standa saman að mótshaldinu sem hefur eflst mjög að öllu umfangi og vinsældum undanfarin ár. Fyrstu 9 árin var ...

Lesa meira »

TR ungmenni sigursæl á Íslandsmótinu

IMG_8724

Taflfélag Reykjavíkur eignaðist fjóra nýja Íslandsmeistara um liðna helgi er Íslandsmót ungmenna var haldið í Rimaskóla; þrjár stúlkur og einn pilt. Er upp var staðið stóðu tíu TR ungmenni á verðlaunapalli. Bárður Örn Birkisson (15-16 ára), Svava Þorsteinsdóttir (15-16 ára), Batel Goitom Haile (9-10 ára) og Soffía Arndís Berndsen (8 ára og yngri) eru öll nýkrýnd Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum. ...

Lesa meira »

Alþjóðlega geðheilbrigðismótið á fimmtudag

Hradskakmot_TR_2015-38

Alþjóðlega geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í Skákhöllinni í Faxafeni fimmtudagskvöldið 13.október klukkan 19.30. Mótið er jafnan einn af hápunktum skákársins og tilefnið er vitaskuld Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Að mótinu standa Vinaskákfélagið, Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur, með stuðningi Ísspors og Forlagsins. Mótið á sér langa sögu og hafa flestir af bestu skákmönnum landsins verið meðal þátttakenda gegnum söguna. Tefldar verða 7 ...

Lesa meira »

Vignir Vatnar í stuði á Haustmótinu

IMG_4203

Hún var ekki friðsæl sjötta umferð Haustmótsins sem tefld var í gær. Aðeins þremur skákum af fimmtán lyktaði með jafntefli. Ingvar Þór Jóhannesson styrkti stöðu sína á toppi A-flokks, Vignir Vatnar Stefánsson hefur blandað sér í toppbaráttu A-flokks, Aron Þór Mai er enn taplaus í B-flokki og Ólafur Evert Úlfsson virðist með öllu ósigrandi í Opnum flokki. A-flokkur Ingvar Þór ...

Lesa meira »

Hart tekist á í 4.umferð Haustmótsins

image

Haustmótið hófst á ný í gærkvöldi eftir stutt hlé. Línur eru farnar að skýrast bæði á toppi sem og á botni flokkanna þriggja. Stigahæsti keppandi mótsins, Ingvar Þór Jóhannesson, tyllti sér á topp A-flokks á meðan Ólafur Evert Úlfsson er enn með fullt hús.   A-flokkur Ingvar Þór Jóhannesson stýrði hvítu mönnunum gegn Birki Karli Sigurðssyni í skák þess stigahæsta ...

Lesa meira »

Mai-bræðrum halda engin bönd í Haustmótinu

image

Stuttum fyrri hálfleik Haustmótsins lauk með 3.umferð í gær. Framundan er mótshlé vegna Minningarmóts Guðmundar Arnlaugssonar sem og vegna Íslandsmóts skákfélaga. Næsta umferð, sú fjórða, verður tefld 5.október. A-flokkur Það var einmannalegt um að litast á pallinum er 3.umferð var tefld í gær því fjórum af fimm skákum var frestað vegna anna skákmanna utan landsteinanna. Vignir Vatnar Stefánsson var þó ...

Lesa meira »