mánudagur 25. maí 05 2015
Póstlistaskráning
Póstlistaskráning
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá
Dagatal
Maí - 2015
S M Ţ M F F L
26 27 28 29 30 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 1 2 3 4 5 6
<
>

Taflfélag Reykjavíkur er elsta, virtasta og eitt af öflugustu skákfélögum landsins. Félagið er margfaldur Íslandsmeistari skákfélaga. Aðsetur félagsins er að Faxafeni 12.


Þar er skák stunduð af miklum móð, skákmót haldin, æfingar fyrir unglinga og margt, margt fleira.

Öflugt barna- og unglingastarf.  Ókeypis æfingar alla laugardaga yfir vetrartímann. 

Vefsíða Taflfélags Reykjavíkur er keyrð á vefumsjónarkerfi Allra Átta ehf.

 

 

 

 

 

Fiske og stofnun T.R.

 
Taflfélag Reykjavíkur var stofnað 6. október 1900 í húsi Jóns Sveinssonar, um það bil á horni Pósthússtrætis og Kirkjustrætis.

 

Félagið var alls ekki burðugt til að byrja með. Þrátt fyrir, að stofnendur þessi hafi verið úr efri stéttum Reykjavíkur, voru fjárráð afar takmörkuð, eins og jafnan hefur verið síðan. Taflfélagsmenn gátu þó reitt sig á stuðning Daniel Williard Fiskes, hins mikla velgjörðarmanns íslenskra skákmanna og skákarinnar almennt hér á landi. Það var fyrst og fremst fyrir hans tilstilli, að Taflfélag Reykjavíkur var stofnað og hitt, að það lifði af fyrstu árin.

 

Pétur Zóphóníasson, sem gekkst fyrir stofnun T.R., hafði einmitt farið að hitta Fiske, áður en hann hélt til Íslands og rætt málin við hann. Óhætt er að fullyrða, að Fiske hafi verið með í ráðum, þegar Taflfélagið var stofnað og jafnvel verið þess það hvetjandi, að Pétur hafi þorað að hrinda félaginu af stokkunum. En hvað sem þessu leið hafði ekki langur tími liðið frá stofnun T.R., þegar sending barst frá Fiske. Útilokað er, að Fiske hefði getað sent Taflfélaginu þessa höfðinglegu gjöf sína þá, nema að hafa vitað um stofnun þess fyrirfram.

 

Í Ísafold 15. desember eru málefni Taflfélagsins rædd, enda var Ólafur Björnsson, Jónssonar ritstjóra, einn af stofnendum félagsins. Þar segir, að Taflfélag Reykjavíkur heiti “nýjasta félagið hér í höfuðstaðnum – eða annað nýjasta. Þau fæðst sem sé minst 10 um árið.”

 
Stjórnin sé vel skipuð þeim Sigurði Jónssyni fangaverði, Sturlu Jónssyni kaupmanni og Pétri Zóphóníassyni verslunarmanni. Stofnendur hafi verið um 30. Félagið haldi fundi sína einu sinni í viku, á laugardagskvöldum kl. 20.00.
 
 

“Var þegar allmikið fjör í félaginu, en þó glaðnaði það mikið er “Ceres” kom með stórmiklar gjafir handa því frá hinum alkunna Íslandsvin, prófessor W. Fiske í Flórenz. Það voru bækur fyrir 200 ríkismörk, 8 taflborð með mönnum, tvenn verðlaun og 5 pund (90 kr.) í peningum. Hann er hinn mesti frömuður tafllistarinnar og hefir áðir gefið hingað til lands mikið af töflum. En nú tvenn verðlaun heitin, önnur þeim, er býr til bezta taflraun en hin fyrir best teflt tafl, og á hvorttveggja að birtast í “Deutsche Schaczeitung”.”

 

 

Félagið hafði verið stofnað í húsi Jóns Sveinssonar og þar hélt það fundi sína, nánar tiltekið í kaffisölu Sigríðar, dóttur Sigurðar formanns Jónssonar. Þar fékk Taflfélagið að halda “fundi” og borgaði litla leigu, en skákmennirnir urðu að “kaupa eitthvað”, segir Pétur Zóphóníasson í grein sinni um upphafsár T.R. í 50 ára afmælisriti félagsins.
 


Grundvöllur skákiðkunar var, að eiga töfl. Í fyrstu var lítið af slíku til. Taflmenn fundust en engin taflborð, svo félagarnir bjuggu til borð úr pappa og voru þau notuð í mörg ár. Það sýnir áhugann, að hin 8 taflsett Fiskes voru ekki nægjanleg til að svara skákþörf T.R.inga á fyrstu misserunum. Og enn fremur þar eð Fiske hafði þegar gefið nokkur töfl.