föstudagur 22. maí 05 2015
Póstlistaskráning
Póstlistaskráning
Skráđu netfangiđ ţitt og fáđu tilkynningar sendar í tölvupósti
Nafn
Afskrá
Dagatal
Maí - 2015
S M Ţ M F F L
26 27 28 29 30 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 1 2 3 4 5 6
<
>

Taflfélag Reykjavíkur er elsta, virtasta og eitt af öflugustu skákfélögum landsins. Félagið er margfaldur Íslandsmeistari skákfélaga. Aðsetur félagsins er að Faxafeni 12.


Þar er skák stunduð af miklum móð, skákmót haldin, æfingar fyrir unglinga og margt, margt fleira.

Öflugt barna- og unglingastarf.  Ókeypis æfingar alla laugardaga yfir vetrartímann. 

Vefsíða Taflfélags Reykjavíkur er keyrð á vefumsjónarkerfi Allra Átta ehf.

 

 

 

 

 

 

 

Aðdragandinn að stofnun Skákar

 
 
Taflfélag Reykjavíkur var stofnað 6. október 1900. Stofnendur félagsins voru einkum menn úr efri miðstétt, hinn svokallaði “lágaðall” í bænum, en töldust þó
meðal “heldri manna”. Sumir, eins og t.d. Einar Benediktsson skáld og lögmaður, og nokkrir fleiri, voru þó frekar í hópi yfirstéttarinnar.
 
 
Félagið var þá álitið samfundastaður menntamanna og kaupmanna, og skák jafnframt talið áhugamál hinna betur stæðu. Flestir aðrir í bænum höfðu varla tíma til að setja í slíka dægradvöld og vísast heldur ekki mikið fé aflögu til að greiða aðgangseyri í slíkan félagsskap og það, sem þurfti með til viðbótar, svo sem fín föt og ráð á veitingakaupum.
 
 
Fyrst eftir stofnunina fékk T.R. aðstöðu hjá Kristínu Sigurðardóttur, Jónssonar formanns, en hún rak kaffistofu og “léði okkur húsnæði fyrir lítið fé”, sagði Pétur Zóphóníasson síðar, “en við urðum að kaupa eitthvað, er við tefldum.” Skák var því tiltölulega dýr dægradvöl um aldamótin 1900, sér í lagi þar eð margir skákfundir, svokallaðir, voru í viku hverri. Skákmenn þurftu því að greiða ársfjórðungsgjald og borga fyrir veitingar margsinnis í viku hverri, fyrir utan allan þann tíma, sem iðja þessi tók.
 
 
 
Út til fjöldans
 
 
En skákskóli T.R., sem stofnaður var 1902 og starfaði um hríð, vakti upp áhuga meðal ungra manna af “lægri stéttum” samfélagsins og einnig lærðu margir að tefla á kaffihúsum bæjarins, þar sem skák var jafnan stunduð. Til viðbótar var skákbókin “Í uppnámi” gefin út 1901 og efldi glæðurnar. Upp spruttu síðan litlir heimaklúbbar, þar sem menn komu saman til skákiðkunar.
 
 
Taflfélag Reykjavíkur hóf að draga saman starfsemi sína sumarið 1904 og árið eftir hætti driffjöður félagsins, Pétur Zóphóníasson, iðkun skáklistarinnar. Formaður félagsins, Jens Waage, lagði þá aukakrafta sína að miklu leyti í leiklistina og skákfundir félagsins urðu bæði fámennari og færri. Það kom einnig til, að nú þótti fínna að spila bridge en tefla skák.
 
 
Á árunum í kringum aldamótin var töluvert samband við Breta og var Jón Vídalín, kallaður konsúll og helsti umboðsmaður breskra viðskiptamanna, í töluverðum ferðalögum til og frá Englandi. Hann varð m.a. viðurkenndur meistaraflokksmaður á skáksvæði í Mið-Englandi. En þar voru skákmenn blandaðir, því félög höfðu oft á tíðum tvöfaldan tilgang, þ.e. voru bæði skák- og bridgefélög. Enn eimir af þessu, því stærsta skákbúðin á Vesturlöndum, sú í London, heitir einmitt Skák- og bridgebúðin. Og síðar átti einmitt Taflfélag Reykjavíkur eftir að breytast í bridgefélag, uns sú óheillaþróun var sem betur fer stöðvuð.

 
 
Það hefur líkast til verið undir áhrifum Jóns Vídalíns konsúls, að bridge barst inn í Taflfélag Reykjavíkur. Og já, það þótti fínna en skákin, heldri manna hugaríþrótt. Skákiðkun T.R.-inga hnignaði því og í staðinn hófu menn að spila bridge á fundum. Skáklíf var að hrynja niður í stærsta taflfélagi landsins.

 
 
Nýtt taflfélag í Reykjavík
 
 
Áhugasamir menn reyndu þó að rífa félagið upp síðla árs 1908, en þá hafði það fengið samkeppni, þegar skákmenn, sem tefldu jafnan á kaffihúsum bæjarins, ákváðu að koma saman. Frá hausti 1908 og fram á árið 1909 höfðu nokkrir skák­áhugamenn komið saman „til æfinga”, eins og það var þá orðað. Þegar áhuginn jókst og leikmönnum fjölgaði, ákváðu forgöngumenn þessa hóps að mynda með sér félag, Skák.