3 skákmenn efstir á Kornax mótinu – Skákþingi ReykjavíkurSverrir Ö. Björnsson, Guðmundur Kjartansson og Bragi Þorfinnsson eru efstir með 4.5 vinninga að aflokinni 5. umferð Kornax mótsins. 6. umferð fer fram á föstudag en pörun mun ekki liggja fyrir fyrr en á fimmtudagskvöld.